Áður fyrr á Íslandi notuðu konur oft mjög einföld sjöl prjónuð með garðaprjóni. Konurnar höfðu þau oftast á sér dags daglega, oft lögð í kross yfir brjóstið og bundin að aftan. Þau voru prjónuð ofan frá og niður þannig að hægt var að aðlaga stærðina og þau voru með sléttan kant. Mörg íslensk blúnduprjónssjöl höfðu hins vegar mjög ákveðið lag og þau voru venjulega prjónuð neðan frá og upp, lykkjur voru teknar upp í kantinum og blúndukanti bætt við í lokin. Gullfalleg dæmi er hægt að sjá í bók Sigríðar Halldórsdóttur, “Þríhyrnur og langsjöl”.
Það er sú bók sem gaf Rebeccu innblástur að þríhyrnda sjalinu hennar en það felur líka í sér þætti einfaldari garðaprjónssjalanna.
“Mig langaði til þess að gera einfalda gerð af hinni frábæru ofan frá-og niður aðferð fyrir þríhyrnd sjöl, svo að þessi uppskrift er öll í garðaprjóni með einföldu blúnduprjónsmunstri sem myndar rendur. Það er hægt að prjóna hyrnu í hvaða stærð sem hentar smekk prjónarans eða eins og garnið endist, með því að bæta við eða draga frá rendur áður en maður byrjar á kanthlutanum. Litaskipti eru falin í gatamunstursumferðum sem aðskilja blúndumunstrin, svo það er hægt að nota sjalið báðum megin”.
með fínlegum litbrigðum af íslensku einbandi handlituðu með íslenskum jurtum
Rendurnar eru gerðar með fínlegum litbrigðum af íslensku einbandi handlituðu með íslenskum jurtum hjá aðilum á Ullarselinu á Hvanneyri á Vesturlandi. Hinn frábæri appelsínulitur er litaður með litunarmosa, sem er ekki mosi eins og nafnið gefur til kynna heldur grá og óásjáleg skóf og vex á steinum. Hlýlegi guli liturinn kemur ekki úr gulgrænum blómum maríustakksins, heldur úr auðþekktum laufblöðum hans. Grænt bandið er litað með snarrótarpunti. Blóm grassins eru brúnleit en gefa svona stórkostlega grænan lit með hárréttri meðhöndlun.
Um höfundinn
Rebecca Blair ólst upp á Kanadísku sléttunum, svo hún þekkir gildi þess að hafa hlýjar en léttar ullarflíkur. Hún kann vel að meta íslenskt ullargarn, sem er bæði með mjúkt þel og sterkara tog, og hefur þess vegna frábæra eiginleika. Það er bæði sterkt en samtímis mjög loftmikið. Það fær hana til þess að hlakka til kaldra kvölda!
Meira um Rebecca: doiliesarestylish.blogspot.com
TStærð: Ein stærð. Mál: Breidd 147 cm x lengd 74 cm, auðvelt að breyta stærð
Prjónar og efni: hringprjónn 3,5mm, heklunál 3,25 mm. Afgangsgarn, prjónamerki, stoppunál, ryðfríir títuprjónar, vírar til strekkingar.
Prjónfesta: 10×10 cm = 20 L og 32 umf í garðaprjóni eftir strekkingu
Garn: Einband-Loðband frá Ístex, 100% ný ull þar af 70% íslensk ull, 50gr/dokka, 50g = uþb 225m; jurtalitað í Ullarselinu
– aðallitur: Deschampsia caepitosa (grænt) – 1 dokka
– aukalitur 1: Achemilla vulgaris (gult) – 1 dokka
– aukalitur 2: Parmelia saxatilis (apelsínugult) – 1 dokka
Samanlögð garnnotkun = u.þ.b. 100 g
Aðferð: prjónað ofan frá, gataprjón, bráðabirgðauppfit.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.