Hönnun: Hélène Magnússon
Ég vona að ykkur þyki gaman af þessari léttari útgáfu sem fagnar Fjallalopa, nýja garninu í Ístex línunni. Einnig er hægt að nota, í staðinn og/eða með, mýkra íslenska lambsullargarnið mitt Kötlu sem er jafn þykkt og Fjallalopi. Eða jafnvel Gilitrutt Tvíbandið mitt, haldið tvöföldu. Auðvitað getið þið einnig notað hvaða sambærilega garn sem er!
Skemmtileg staðreynd: þrátt fyrir heitið Fjallalopi, er það garn alls ekki óspunnið. Peysurnar prjónaðar með Fjallalopa geta því ekki verið seldar sem íslenskar lopapeysur í verslunum (með sama hætti og peysur prjónaðar með Einbandi geta það ekki heldur)!
Stærðir: XXS(XS,S,M)L,XL,2XL(3XL,4XL,5XL)
5-10 cm laus í kringum brjóstkassa. Veljið stærð sem er amk. 5-10 cm stærri en brjóstmálið.
Bláa opna peysan með löngum ermum er í stærð XS með 4 cm víkkun. Svarta peysan með stuttum ermum er í stærð M með 14 cm víkkun.
Tilbúin mál (cm)
- Brjóst: 78(88,94,104)107,119,125(138,146,153) (+ 4 cm fyrir opna peysa)
- Hálsmál 52(54,56,58)60,62,64(66,68,70) (+ 4 cm fyrir opna peysa)
- Upphandleggur: 36(37,38,39)42,46,51(54,58,61)
- Lengd bols að handvegi: 28(29,30,31)32,33,34(35,36,37)
- Ermalengd að handvegi: 44(45,46,46)47,48,49(50,51,52)
- Lengd axlastykkis að framan: (+ 3 cm á baki): 20.5(21,21,22)22.5,23,24.5(24.5,25,25.5
Prjónfesta: 10 cm = 20 L og 28 umf með sléttu prjóni á prjóna nr 3,75
Prjónar: hringprjónar nr 3 og 3,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Annað: stoppunál, prjónamerki, langar geymslunálar (eða aukaprjónar í sömu stærð eða fínni). Fyrir opna peysu: 8-9 tölur, borði sem er tvöföld lengd framhlið peysunnar.
Garn
DK garn sem hentar fyrir tvíbandaprj.
Opin peysa í 4 litum með löngum ermum
Prjónuð úr Fjallalopa frá Ístex, 100% ull, 50 g dokka = u.þ.b. 150 m
- Aðallitur: #3025 (fjallablár) 3(3,4,4)4,4,5(5,6,6) dokkur
- Aukalitur CC1: #3042 (logi), 2(3,3,3)3,3,4(4,4,5) dokkur
- Aukalitur CC2: shade #3001 (ljósmorauður), 3(3,4,4(4,4,5(5,6,6) dokkur
Aukalitur CC3: Gilitrutt Tvíband (notað tvofalt) frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, tvinnað band, 25 g dokka = u.þ.b. 112 m: #2017 (Glacier turquoise) 2(2,2,2)2,2,3(3,3,3) dokkur
Garn notað
- Aðallitur: 381(418,452,491)530,596,660
(726,780,828) m - Aukalitur 1: 286(313,339,368)397,447,495(545,585,621) m
- Aukalitur 2: 381(418,452,491)530,596,660(726,780,828) m
- Aukalitur 3: 71(78,84,92)99,111,123(136,146,155) m
Peysa í 2 litum með stuttum ermum, prjónuð úr Fjallalopa:
- Aðallitur: #3059 (hrafnsvatur), 4(4,5,5)6,7,7(8,9,9) dokkur (teljið 1 dokku til viðbótar fyrir langar ermar)
- Aukalitur: #3042 (logi), 2(2,2,2)3,3,3(4,4,4) dokkur
Garn notað (með löngum ermum)
- Aðallitur: 672(736,796,865)934,1050,1163(1280,1374,1460) m
- Aukalitur: 241(264,286,310)335,377,417(459,485,524) m
Aðferð: prjónað í hring, stuttu umferðirnar, bráðabirgðauppfit og fellt af með hekluðum loftlykkjubogum, blúnduprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.