Hönnun: Hélène Magnússon
Eins og nafnið gefur til kynna, draga holtasóleyjar sokkarnir innblástur sinn frá þjóðarblómi okkar, holtasóleyjunni. Sokkarnir eru prjónaðir frá stroffi til táar, og eru með rúnaðri tá og totuhæl. Ökklinn er skreyttur tvíbandaprjónuðum holtasóleyjum sem eru síðan fegraðar enn frekar með nokkrum útsaumssporum. Hælinn og táin eru prjónuð í hring og mótuð með jafnt dreifðum úrtökum innan tvíbandaprjónaðrar sóleyjarinnar. Munstrið styrkir hælinn og gerir tána enn hlýrri. Þessi uppskrift var fyrst birt árið 2024 sem hluti af Nordic designers sock box áskrift finnska fyrirtækisins Novita. Hún er nú fáanleg sem stök uppskrift.
Stærðir: 1(2) sem passa fyrir skóstærðir 36-38 (40-42) EU.
Hægt er að búa til fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð og aðlaga lengdina með því að bæta við eða fækka umf.
Sokkarnir á myndunum eru í stærð 1.
Tilbúin mál
- Ummál fótar: 22.5(26.5) cm
- Fótalengd: 21.5(23.5) cm, passa á 24(26) cm langan fót
- Mælt er með að hafa þá 2,5 cm styttri en mál fótsins í lengd.
Prjónfesta: 10 cm = 21 L og 28 umf með sléttu prjóni á prjón nr 3
Garn: sokkaband (Aran eða DK)
Sokkar prjónaðir með Novita 7 Veljestä, 80% ull, 20% polyamid, Aran sokkaband, 100g /dokka = 200 m: 4 litir, #330 artichoke (ljósgrænn), #375 vuorenkilpi (dökkgrænn), #010 off white (hvítur), #268 sunflower (gulur), 1 dokka í hverjum lit.
Nóg garn verður afgangs til þess að búa til fleiri pör í öðrum litasamsetningum.
Metratal notað í eitt par:
- aðallitur : 82(105) m
- aukalitur 1: 26(34) m
- aukalitur 2: 20(26) m
- aukalitur 3: 20(26) m
Prjónn: hringprjónar nr 3 eða af þeirri stærð sem þarf til þess að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til að prjóna í hring.
Annað: stoppunál, prjónamerki, sokkatré til að strekkja
ðferð: prjónað í hring, tvíbandaprjón, útsaumur
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.

















