HÖNNUN: HELENE MAGNUSSON
Peysur með hringlaga axlarstykkjum er einkennandi peysustíll á 20. öld og hægt er að finna slíkar peysur í mörgum löndum. Hver og ein hefur þó sína sérstöðu hvað varðar aðferð og tækni, garn sem notað er, munstur og liti. Mörkin á milli þeirra geta verið óskýr og fín lína greinir stundum að ólíkar hefðir.
Hjaltlandspeysan sem ég hannaði er einmitt á slíkri fínni línu. Bara með því að skipta um litasamsetningu lítur hún annað hvort út fyrir að vera ekta Hjaltlandspeysa eða ekta íslensk lopapeysa.
Peysan er í raun og veru sambland af báðum þessum hefðum og sem ég hef túlkað á minn hátt. Hún skartar hefðbundnu “trjá- og stjörnu” munstri sem finna má í mörgum peysum frá Hjaltlandseyjum. Munstrið er rammað inn með geometrískum bekkjum sem ná alveg upp í hálsmál eins og dæmigert er fyrir íslenskar lopapeysur. Munstur í axlastykki endurtekur sig neðar á bol og á ermunum en það er einnig vinsælt í hefðbundnum lopapeysum. Í munsturprjóninu skeytti ég engu um gullnu regluna frá Hjaltlandseyjum sem segir til um að aldrei skuli nota meira en tvo liti í umferð. Klippt er í peysuna að íslenskum hætti en í Hjaltlandseyjum er notað við allt aðra aðferð (þar eru a.m.k. 7 eða 9 klippulykkjur prjónaðar í köflóttu munstri og notast við heklunál). Bláa peysan með Hjaltlandsblæ prjónaði ég með skoska Buachaille garninu frá Kate Davies en túrkisbláu peysuna prjónaði ég með Léttlopa. Í hvítu og brúnu lopapeysunni blandaði ég Léttlopa og ósviknu garni frá Hjaltlandseyjum, hinu dásamlega Foula garni. Það er spunnið úr ull af sauðfé á eyjunni Foula, en það er af Hjaltlandskyni og hefur lifað einangrað á eyjunni um aldir.
Hjaltlandspeysan hefur aðskorið snið og flegna hálsmálið sem ég er þekkt fyrir. Uppskriftin gefur bæði leiðbeiningar fyrir að búa til opna peysu og peysu. Einnig lýsi ég aðferð minni við að klippa í peysu án þess að nota saumavél.
Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7(8,9,10)
Aðsniðin peysa: 5 cm laus. Sýnishorn eru í stærð 2 (hvít peysa og blá peysa) og 3 (turkísblá opin peysa).
Tilbúin mál (cm)
A Brjóst: 84.5(89,93.5,98)102,104.5,109(115.5,122,126.5) cm (+ 2,5 cm fyrir opna peysu vegna hnappaframhliða)
B Mitti: 71(75.5,80,84.5)86.5,89,93.5(100,106.5,111) cm
C Hálsmál: 46.6(46.5,49,49)49,51,51(51,53.5,53.5)
D Lengd bols að handvegi: 36(38,39.5,40.5)41.5,42.5,44(45,46,47)
E Lengd axlarstykkis á baki: 19(19.5,20,20.5)21,21.5,22(22,22.5,22.5)
F Ermalengd að handvegi: 41(42,42,43)44,45,46(47,48,48)
G úlnliður: 22(22,24.5,24.5)24.5,26.5,26.5(26.5,29,29)
H Upphandleggur: 28(30,32,34.5)36.5,40,41(42,43.5,44.5)
Prjónfesta: 10 cm =18 L og 24 umf með sléttu prjóni á prjón nr 4,5 með Léttlopa eða Foula. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónfestu.
Ath að prjónfestan fyrir umf með Buachaille garninu er örlítið meiri og því þarf að prj fleiri umf til að ná lengdinni.
Prjónar: hringprjónar nr 4 og 4,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Garn:
Peysa með lopablæ
MC (aðallitur): 6(7,7,8)8,9,9(10,10,11) dokkur fyrir peysu eða 7(7,8,8)9,9,10(10,11,12) dokkur fyrir opna peysu
CC1 (aukalitur): 1(1,2,2)2,2,2(2,2,3) dokkur
CC2 (aukalitur): 2 dokkur í öllum stærðum
Peysa með Hjaltlandsblæ
MC (aðallitur): 7(7,8,8)9,9,10(10,11,12) dokkur
CC (aukalitir): 1 dokka hver litur en notaðir eru u.þ.b.:
CC1: 26(26,30,30)30,34,34(34,37,37) m
CC2: 35(35,40,40)40,45,45(45,50,50) m
CC3: 38(38,44,44)44,49,49(49,55,55) m
CC4 og CC5: 14(14,16,16)16,18,18(18,20,20) m
CC6: 4 m
Litasamsetningar:
Hvít peysa með lopablæ
Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: MC#0051, CC1#0053, CC2#0052
Ath að í sýnishorni notaði ég Foula garnið í aukalitum en munurinn sést varla ef prjónað er úr Léttlopa.
Turkís opin peysa, með Hjaltlandsblæ
Léttlopi frá Ístex: MC#1404, CC1#0057, CC2#0086, CC3 #0051, CC4#1406, CC5#9423, CC6#1704
Blá peysa með Hjaltlandsblæ
Buachaille frá Kate Davies, 100% ull frá kindum ræktuðum í Skotlandi, 50g/dokka = 110 m
MC#Between weathers, CC1#Squall, CC2#Haar, CC3#Ptarmigan, CC4#Yaffle, CC5#Islay,CC6#Highland Coo
Prjónapakkar með Léttlopa eru til sölu á prjónakerling.is
Foula garnið á www.foulawool.co.uk
Buachaille garnið á www.shopkdd.com
Annað: stoppunál, prjónamerki, 4 geymslunálar.
Fyrir opnu peysuna 8 eða 9 tölur og borði sem er tvöföld lengd á framhlið peysunnar.
Aðferð: Bolur og ermar eru prjónuð slétt í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunál og síðan lykkjaðar saman. Stuttar umferðir eru notaðar til að mynda flegið hálsmál. Axlastykkið er prjónað í hring með tvíbandaprjóni. Klippt er í opnu peysuna. Einnig lýsi ég aðferð minni við að klippa í peysu að íslenskum hætti en án þess að nota saumavél.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: 11.04.2018 uppskriftin var uppfærð ISL1_1: skiptið yfir á prj nr 5 eftir stroffi. 21.02.2020 ISL2: opin peysa stærð 3 þegar verið að sameina, eru 37 L á frammi ekki 38.
Allar uppskriftir keyptar eftir 21.02.2020 eru réttar.