Löng sjöl komu tíðkuðust líklega á Íslandi á 3. áratug síðustu aldar. Þau voru ýmist fíngerð blúndusjöl eða einföld garðaprjónsjöl með litríkum röndum. Á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er hægt að sjá nokkur mjög falleg löng sjöl prjónuð úr fíngerðu handspunnu garni, annað hvort úr þeli eða togi. Þar fékk ég hugmyndina að Hilu-sjalinu, sem er afar fínlegt sjal með litríkum röndum og götum. Þó er hönnunin einföld, enda garðaprjón og nokkrar einfaldar gataraðir. Einu erfiðleikarnir tengjast ef til vill því að prjóna með mjög fínlegu bandi Love Story. Best er að nota oddhvassa prjóna. Sjalið fékk nafn sitt í prjónagönguferð á Víknaslóðum sem ég skipulagði sumarið 2015. Hila veit allt um það…
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Mál: 60 x 150 cm eftir strekkingu
Prjónfesta: 10 cm = 17 L og 34 umf (eða 17 garðar) með garðaprjóni og Love Story á prjón 3,5 mm eftir strekkingu.
Prjónar: hringprjónn (með hvössum oddum) 3,5 mm; heklunál 3 mm (til að festa kögur)
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m
Aðallitur MC: 3 dokkur
Aukalitir CC1, CC2 og CC3: 1 dokka af hverjum lit en það er nóg garn eftir til að prjóna t.d. Vor Hyrnu.
Litasamsetningar á myndunum, MC/CC1/CC2/CC3:
Natural White/ Moss green/ Anis green/ Askja blue og
Thyme purple/ Volcanic red/ Silene pink/ Old pink
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál
Aðferð: sjal prónað fram og til baka með garðaprjóni; gataraðir, kögur
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.
Errata: enga villu fannst.