Njála er ein af allra þekktustu íslendingasögunum, líklega skrifuð á þrettándu öld. Njála er saga um heiður, hefnd, vináttu og ást. Brennan á Bergþórshvoli er einn af allra þekktustu þáttum sögunnar. Sjalið túlkar logana í brennunni, þá smærri innst og stærri loga yst. Hvíti liturinn táknar Njál sjálfan, vísan og virtan en fölan mann.
Um höfundinn
Sænsk-kanadíski prjónahönnuðurinn Anna Dalvi hefur sérstaklega gaman af samprjóni (e. knitalongs, KALs). Samprjón gengur út á að hópur fólks prjónar sömu uppskrift á sama tíma og deilir reynslu sinni, ráðum og framvindu og hefur samskipti við hönnuðinn gegnum netið.
Anna á sér þegar stóran hóp aðdáenda sem kunna að meta uppskriftirnar hennar. Til þess að vita meira um þetta getið þið lesið viðtal við Önnu, “Prjónað með nornum”, í fyrsta tölublaði Prjónakerlingar. Missid heldur ekki fyrsta bokina hennar “Shaping shawls“ (“Að móta sjöl”) sem kom út í júni 2011 hjá Cooperative Press.
Vefsíðan hennar Önnu : www.knitandknag.com
Stærð: ein stærð
Mál eftir strekkingu: Breidd 52 cm, lengd 125 cm
Garn : Love Story eftir Hélène Magnússon, 100% íslensk ull, einband, 25 g u.þ.b. 210 mm, 25 g hespa: 65 g (480 m) í hvítu #001
Prjónar: hringprjónn 3,5 mm
Prjónfesta: 10×10 cm = 16 L og 24 umf í sléttu prjóni
Aðferð: gataprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: það fannst villu. Athugið leiðréttingar.