Þegar Ísland og Hjaltlandseyjar hittast!

Bara með því að skipta um litasamsetningu lítur Hjaltlandspeysan mín annað hvort út fyrir að vera ekta Hjaltlandspeysa eða ekta íslensk lopapeysa.

Peysur með hringlaga axlarstykkjum er einkennandi peysustíll á 20. öld og hægt er að finna slíkar peysur í mörgum löndum. Hver og ein hefur þó sína sérstöðu hvað varðar aðferð og tækni, garn sem notað er, munstur og liti. Mörkin á milli þeirra geta verið óskýr og fín lína greinir stundum að ólíkar hefðir. Ég mæli með bókin hennar Kate Davies, Yokes, en það er viðtal við mig inni bókinni.

Hjaltlandspeysan sem ég hannaði er einmitt á slíkri fínni línu. Bara með því að skipta um litasamsetningu lítur hún annað hvort út fyrir að vera ekta Hjaltlandspeysa eða ekta íslensk lopapeysa.

Peysan er í raun og veru sambland af báðum þessum hefðum og sem ég hef túlkað á minn hátt. Hún skartar hefðbundnu “trjá- og stjörnu” munstri sem finna má í mörgum peysum frá Hjaltlandseyjum. Munstrið er rammað inn með geometrískum bekkjum sem ná alveg upp í hálsmál eins og dæmigert er fyrir íslenskar lopapeysur.

Munstur í axlastykki endurtekur sig neðar á bol og á ermunum en það er einnig vinsælt í hefðbundnum lopapeysum.

Í munsturprjóninu skeytti ég engu um gullnu regluna frá Hjaltlandseyjum sem segir til um að aldrei skuli nota meira en tvo liti í umferð.

Klippt er í peysuna að íslenskum hætti en í Hjaltlandseyjum er notað við allt aðra aðferð (þar eru a.m.k. 7 eða 9 klippulykkjur prjónaðar í köflóttu munstri og notast við heklunál).

Bláa peysan með Hjaltlandsblæ prjónaði ég með skoska Buachaille garninu frá Kate Davies,

Ég notaði allar 7 Buachaille litir í Seven Skeins Club sem Kate gaf mér.

En túrkisbláu peysuna prjónaði ég með Léttlopa og sambærilegu litasamsetningu.

Í hvítu og brúnu lopapeysunni blandaði ég Léttlopa og ósviknu garni frá Hjaltlandseyjum, hinu dásamlega Foula garni.  Það er spunnið úr ull af sauðfé á eyjunni Foula, en það er af Hjaltlandskyni og hefur lifað einangrað á eyjunni um aldir.

Hjaltlandspeysan hefur aðskorið snið og flegna hálsmálið sem ég er þekkt fyrir. Uppskriftin gefur bæði leiðbeiningar fyrir að búa til opna peysu og peysu. Einnig lýsi ég aðferð minni við að klippa í peysu án þess að nota saumavél!

Hugmyndin af peysunni fékk ég í 2015 þegar ég var bóðin í Shetland Wool Week. En það tók mér langan tíma til að birta uppskrift! Túrkís peysan prjónaði ég í göngu- og prjónaferð í óbyggðasetri Íslands.

 

Þar fékk ég mikið hjálp!

Stelpurar mínar sátu fyrir.

Hjaltlandspeysu uppskrift er til á enskym frönsku og íslensku á vefsíðunni mínni, hér, og á Ravelry, hér.

Auk þess eru pjrónapakkar með Léttlopa til sölu hér.