Hönnun: Hélène Magnússon
Þessir hanskar eru hluti af 6. íslenska garnklúbbnum mínum og eru gefnir út í október. Er í þeim mánuði vakin athygli á brjóstakrabbameini og vildi ég því tileinka þá tengdamóður minni, sem, eins og of margar konur, á í baráttu við brjóstakrabbamein á þessu ári. Þessa hanska ætla ég að gefa henni í afmælisgjöf í desember.
Ég lét lita Kötlu sokkabandið mitt bleikt sérstaklega fyrir garnklúbbinn og rennur hluti af ágóðanum til Krabbameins Félags Íslands sem stendur fyrir Bleiku Slaufuna. Bleikur er einnig uppáhaldslitur tengdamóður minnar.
Svo er táknræna merking löngutangar og Blóms lífsins annað sem má kunna að meta upp úr þessu.
Stærðir: S(M,L) fyrir fullorðna
Tilbúin mál
Ummál handar: 17,5(20,23) cm

Allar lengdir er hægt að aðlaga svo að þeir passi fullkomlega. Teiknið í kringum hendi og mælið.
- A: 8(8.5,9) cm frá stroffi til þumals.
- B: 10(10,10.5) cm frá stroffi til vísifingurs.
- C: 1 til 2 cm á milli vísifingurs og litlifingurs.
Prjónfesta: 10 cm = 26 L og 32 umf með sléttu prjónu á prjón nr 2,75
Garn: Dk band, DK sokkaband
Sýniseintak prjónað með Nýju Kötlu frá Hélène Magnússon: 100% hrein sérvalin íslensk lambsull, DK/sport, 2×2-tvinnað (ekki superwash), 100g hespa = 220 m: bleikur, litaður sértsklega og eingöngu fyrir 6. íslenska garnklúbbinn.
Metratal (áætlað):
137(156,189) m
Útsaumur:
Aran garn: nokkrir metrar.
Sýniseintak með: Léttlopa frá Ístex, 100% ný ull, létt spunnið, 50 g dokka = 100 m
- sinepsgulur #9464: hætt í framleiðslu en litað sérstaklega fyrir Hélène Magnússon
- grænn: grátt undirlag, jurtalitað með birkilaufum
Prjónar: hringprjónar nr 2,75 eða af þeirri stærð sem þarf til þess að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til þess að prjóna í hring.
Annað: prjónamerki, stoppunál, vettlingaform til að strekkja eða útskorinn pappi
Aðferð: prjónað í hring
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.

















