Hönnun: Hélène Magnússon
Eins og nafnið gefur til kynna eru stuttar umferðir aðalaðferðin til að prjóna þessa sokka þar sem útprjónaðar munsturrendur skiptast á við einlitar stuttar umferðir. Þær minna á böndin sem voru notuð til þess að halda háu sokkunum á sínum stað í gamla daga. Hællinn er auðvitað einnig snúinn með stuttum umferðum.
Stærðir: XS(S,M,L)XL til að passa á fot u.þ.b. 21(22.5,24,25.5)27 cm í ummáli.
Tilbúin mál
Ummál fótar: 18.5(20,21.5,23)24.5 cm til að passa ´
Fótlengd : 21.5(24,25,26.5)28 cm cm
Mælt er með engri eða mjög litilli vellíðan í ummáli fótar og neikvæðri vellíðan 15% í lengdina
Prjónfesta: 10 cm = 26 L og 32 umf með sléttu prjóni á prj nr 2,5
Garn: DK sokkaband
Notað: Katla Sokkaband eftir Hélène Magnússon: ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, tvinnað 4-band sport/DK, 100 g hespa/ 220 m: 1 hespa í hverjum lit.
Athugið að ef þið prjónið stærstu stærðina þá eigið þið ekki nægilegt garn í aðalliti og þurfið að prjóna stroff og/eða tærnar með aukalit.
Prjónn: 2,5 mm hringprjónn (notuð er Töfralykkju-aðferðin en þið getið líka notað sokkaprjóna. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf er á.
Annað: aukaprjónn í sama stærð, stoppunál, prjónamerki, sokkatré til að strekkja
Aðferð: prjónað í hring, stuttar umferðir, tvíbandaprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.










