Hvað er í bókinni
Miðsokkar, háir sokkar, hálfsokkar, allir sokkarnir úr bókinni, 17 talsins, koma í mörgum stærðum og nota alls kyns aðferð (tvíbandaprjón, smá blúndu og kaðla, óprjónaðar lykkjur). Þeir eru prjónaðir að ofan eða frá tánum, með ansi mörgum afbrigðum á hælum og tám. Fela sumir í sér nýjar aðferðir en eru aðrir einfaldari.
Af 17 uppskriftum í bókinni, eru 14 glænýjar og 3 endurútgefnar: Mosi sokkar sem kom út fyrr á þessu ári, Barði sem birtist í Icelandic yarn Club 1 og var eingöngu hægt að fá þar, þar til nú, og DK útgáfa af íslenskum hásokkum sem birtust í bókinni Knitting socks from around the world 2011.
Sokkarnir í bókinni eru allir prjónaðir með Kötlu Sokkabandinu, einstöku DK/sport bandi úr íslenskri lambsull sem var skapað af Hélène. Ef þú vilt nota annað svipað garn fyrir flesta sokkana er prjónfestan 26 L og 32 umf yfir 10 cm í sléttu prjóni. Prjónfestan náðist með 2,5 mm prjónum en sumar prjónakonur sem prukeyrðu uppskritirnar þurftu að fara niður í 2 mm eða upp í 2,75 eða 3 mm.
Vinsamlegast skoðaðu skilmálar og skilyrði okkar á heimasíðunni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, skaltu ekki hika við að senda okkur tölvupóst!