Hönnun: Hélène Magnússon
Áskorunin við hönnun þessara vettlinga var að teikna kind sem er auðþekkjanleg sem íslensk, en sem er ekki hægt að rugla saman við geit eða annars skonar dýr með horn.
Ekki missa af samsvarandi Rollupeysunni sem ég einfaldlega gat ekki staðist freistinguna að hanna líka!
Stærðir: XS(S,M,L): fyrstu tvær stæðirnar eru ætlaðar krökkum og síðari tvær fullorðnum.
Tilbúin mál
- A Ummál handar: 16(17.5,19,21) cm
- B Heildarlengd: 16(21,23,28) cm
- C Lengd frá þumli að enda fingurgóma: 9.5(13.5,14.5,16.5) cm
- D Ummál þumals: 6.5(6.5,8.5,10) cm
- E Lengd þumals: 5(5,6,7) cm
Hægt er að búa til fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð. Lengd er hægt að aðlaga með því að bæta við eða fjarlægja umf.
Prjónfesta: 10 cm = 24 L og 30 umf með tvíbandaprjóni á prj nr 3.5
Garn: Aran garn sem hentar í tvíbandaprj, 2 andstæðir litir.
Garn notað í sýniseintök: Heiður frá Urðurull, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull úr Dölunum, tveggja þráða ullarband, 100 g hespa = 220 m: svartur og hvítur, (náttúrulegir sauðalitir).
Metratal notað í einn vettling:
- Aðallitur (bakgrunnslitur): 42(52,56,64) m
- Aukalitur (munsturslitur): 15(17,20,24) m
Prjónar: hringprjónar nr 3,5 eða af stærð sem þarf til að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til að prjóna í hring.
Annað: stoppunál, prjónamerki, afgangsgarn í áberandi lit, vettlingaform (úr við eða pappa).
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón, Lykkjustigaprjón ef vilt
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.
















