Hönnun: Hélène Magnússon
Huldusokkarnir eru sannir vetrarsokkar sem búa yfir nokkrum “leyndarmálum” til þess að gera þá jafn þægilega og þeir eru fallegir og fíngerðir í útliti, þrátt fyrir að vera prjónaðir úr tiltölulega þykku garni. Þeir eru þannig í eðli sínu íslenskir þar sem þeir endurspegla hefðbundnu sokkana okkar sem þurftu bæði að passa vel og vera þægilegir. Sokkarnir eru prjónaðir frá tánni upp. Táin er rúnuð og mótuð með jafnt dreifðum útaukningum án nokkurrar áþreifanlegrar áferðar sem gæti ert tærnar. Gatalausi stuttumferða hællinn (oft kallaður Fleegle eftir þeim sem “óuppfann” hann árið 2006) er sáraeinfaldur í gerð sinni. Svona hæll getur hins vegar oft gert fólki með háa rist erfitt að klæðast sokknum. En svo er ekki með huldusokkana! Fallega – og teygjanlega – blúndumunstrið á ristinni lætur þá renna auðveldlega upp fótinn! Munstrið er endurtekið umhverfis fótlegginn, og svo að aftur sé nefnt, mun teygjanleiki þess aðlaga sig að hvers lags fótlegg og koma í veg fyrir að þeir þrengi að blóðflæði. Þetta er sannkallað blúndumunstur, þó samt auðvelt og fyrirsjáanlegt, og býr til áberandi þrívíða áferð þegar það er skilið eftir óstrekt.
Stærðir: 1(2) sem passa fyrir skóstærðir EU 36-38 (40-42).
Hægt er að búa til fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð og aðlaga lengdina með því að bæta við eða fækka umf.
Sokkarnir á myndunum eru í stærð 1 og sokkbolurinn 5 cm lengri en uppskriftin segir til um.
Tilbúin mál
- Ummál fótar: 20(22) cm
- Fótalengd: 21(23.5), passa á 24(26) cm langan fót.
- Mælt er með að hafa þá 2,5 cm styttri en fóturinn mælist í lengd.
Prjónfesta: 10 cm = 20 L og 28 umf með sléttu prjóni á prjón nr 3,5
Prjónfesta: 10 cm = 26 L og 32 með sléttu prjóni á prjón nr 2,5
Garn: Aran sokkaband
Garn notað: Huldusokkaband frá Uppspuna ullarvinnslu, hrein ný ull, 100% íslensk ull, sokkaband, Aran þyngd, 140g /hespa = 250 m: 1 hespa ljósgrár
Metratal notað í eitt par: 207(242) m
Prjónar: hringprjónar nr 3,5 eða af þeirri stærð sem þarf til þess að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til að prjóna í hring.
Annað: stoppunál, prjónamerki, sokkatré til að strekkja
Aðferð: prjónað í hring, blúnduprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.























