Anna Dalvi virðist snögg að semja uppskriftir út frá atburðum líðandi stundar, eins og hún gerði í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus:
“Í mars 2010 og svo aftur í apríl, sá ég myndir af gjósandi eldfjallinum, glóandi hrauni og ösku frá eldfjallinu. Ég varð strax fyrir áhrifum af myndum og hugmyndafluga fór af stað. Sjalið þurfti auðvitað að vera hringsjál, með hraunstraumunum sem renna út frá miðjunni.
Gosið undir Eyjafjallajökli var sprengigos, þar eð vatn sem bráðnaði úr jöklinum barst inn í gosrásina. Það þeytti eldfjallaösku út í andrúmsloftið og það hafði í för með sér truflanir á samgöngum og lokanir á flugsvæðum víða í Evrópu.
Sænsk-kanadíski prjónahönnuðurinn Anna Dalvi hefur sérstaklega gaman af samprjóni (e. knitalongs, KALs). Samprjón gengur út á að hópur fólks prjónar sömu uppskrift á sama tíma og deilir reynslu sinni, ráðum og framvindu og hefur samskipti við hönnuðinn gegnum netið. Anna á sér þegar stóran hóp aðdáenda sem kunna að meta uppskriftirnar hennar. Til þess að vita meira um þetta getið þið lesið viðtal við Önnu, “Prjónað með nornum”, í fyrsta tölublaði Prjónakerlingar. Missid heldur ekki fyrsta bokina hennar “Shaping shawls“ (“Að móta sjöl”) sem kemur út næstkomandi júni 2011 hjá Cooperative Press. Vefsíðan hennar Önnu : www.knitandknag.com
Garn: 8 oz af Little Traveller garni frá Sanguine Gryphon (100% merino, u.þ.b 512 m í 113 gr) í Rojas eða svipuðu garni
Prjónar og ahöld: 4.0 mm hringprjónn (80 cm lengd minnst) og/eða: sokkaprjónar 4.0 mm; 4.0 mm heklunál fyrir kanta; prjónamerki; stoppunál
Stærð: Ummál u.þ.b. 160 cm.
Aðferð: prjónað í hring frá miðju og út.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst