Ósýnileg litaskipti

Þegar prjónað er í hring er í raun og veru prjónað í spíral. Þess vegna verða litaskipti umferðanna áberandi. Til þess að komast hjá þessu er hægt að ebita sérstökum aðferðum við litaskipti.

Í lok umferðar þegar skipta á um lit, færið síðustu lykkju umferðar yfir á vinstri prjón,

 jog2

Prjónið með nýjum lit lykkjunni sem færð var yfir á vinstru prjón. Haldið svo að prjóna með nýjum lit.

Stoppið í lok umferðar þegar komið er að lykkjunni sem var færð yfir á vinstri prjón.

Takið upp lykkjuna frá umf fyrir neðan (=lykkjuna með fyrri litnum sem var færð yfir á vinstri prjón) með hægri prjóni og…

,,,færið hana yfir á vinstri prjón og,,,,

,,, prjónið 2 L saman (=lykkjuna sem færð var yfir á vinsti prjón og fyrstu lykkjuna með nýjum litum)

jog5-3

jog5-4

Litaskiptn verða næstum ósýnileg.

Aðferðin notaði ég t.d. til að prjóna Vestfirskir-vettlingar með Grýlu Tvíbandi (uppskriftin er hér) og Sokkabandasokkar úr bókinni minni “Íslensk prjón” (Forlagið).