“Gamall trefill og fornir rósaleppar. Ég þurfti ekki annað til að prjóna sæta trefill handa stelpunum mínum og sjálfu mér í vetur.
Viltu vita meira um íslensk myndprjón ?
Bókin mín, Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Salka 2006), heldur til haga séríslenskri þekkingu sem hefur nánast glatast.”
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærð: Ein stærð, stillanleg. Lengd: U.þ.b. 86 cm
Garn:
Aðallitur: Kambgarn frá Ístex (100% ný merino ull, 50 g dokkur. 50 g jafngilda u.þ.b. 150m – www.istex.is), 1 dokka
Lítir í einni rós: 10 g af Kambgarni, 1 til 4 litir.
Prjónar: Prjónar nr. 3 ½, heklunál nr. 3, hjalparnæla
Prjónfesta: 10 x 10 sm með garðaprjóni eru 23 L og 19 garðar
Aðferð: rósaleppaprjón.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Villur: engan villa fannst.