Hestapeysa: Fimmgangur íslenska hestsins
FRÁ ISK1.100
Peysan sýnir allar 5 gangtegundir íslenska hestsins og er fullkomin reiðpeysa.
Hún er óvenjulega létt og mjúk lopapeysa, prjónuð á stóra prjóna með aðeins einum þræði af plötulopa og einum þræði af Love Story, afar fínlegu bandi úr hreinni íslenskri gæða lambsull. Love Story gerir peysuna sterka, mjúka og létta en hún er áfram hlý, slitsterk og vatnsfráhrindandi.
PDF uppskrift
eða kaupa á Ravelry
> Meira upplýsingar neðarlega
Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)
Design: Hélène Magnússon
Peysan sýnir allar 5 gangtegundir íslenska hestsins. Góð vinkona mín og hestakona hjálpaði mér að teikna þær. Tekist er á við löng bönd í munstrinu með afar sniðugri og auðveldri aðferð sem ég nefni á íslensku „lykkjustigaprjón“. Munsturteikningarnar sýna nákvæmlega hvar á að festa böndin.
Peysan er fullkomin reiðpeysa sem ég hannaði sérstaklega fyrir prjóna- og hestaferðirnar mínar á Íslandi. Ég fór í fyrsta túrinn sumarið 2023 og peysan reyndist alveg frábær.
Peysan er óvenjulega létt og mjúk lopapeysa, prjónuð á stóra prjóna með aðeins einum þræði af plötulopa og einum þræði af Love Story, afar fínlegu bandi úr hreinni íslenskri gæða lambsull. Love Story gerir peysuna sterka, mjúka og létta en hún er áfram hlý, slitsterk og vatnsfráhrindandi.
Renndi rúllukraginn er einnig mjög hentugur og situr vel á hálsinum. Peysan er prjónuð neðan frá og upp og bakið prjónað hærra. Ermarnar eru síðan prjónaðar ofan frá og niður, eins og var algengt í gömlum íslenskum karlmannspeysum á 18. öld.
Stærðir: S(M,L,XL)2XL,3XL,4XL(5XL)
Peysa: 10 cm laus í kringum brjóstkassa. Veljið stærð sem er amk. 10 cm stærri en brjóstmálið.
Tilbúin mál
- Brjóstkassi: 101.5(109.5,120,128)138.5,149.5,157.5(165.5) cm
- Mitti (ef á við):
- 93.5(101.5,112,120)130.5,141.5,149.5(157.5) cm
- Upphandleggur: 30.5(35.5,40.5,44.5)48,53.5,57.5(61.5) cm
- Lengd bols að handvegi: 34(35,36,37)38,39,40(41) cm
- Lengd axlarstykkis á baki: 26(27,27, 27)29,29,30(30) cm
- Ermalengd að handvegi: 44(45,46,47)48,49,49(50) cm
Sýnishornið er í stærð M með 11,5 cm víkkun.
Garn
Plötulopi frá Ístex: 100% ný ull, eða Þingborgarlopi 100% sérvalin íslensk ull, óspunnin, 110g plata/330 m
Love Story Einband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert eingirni, 25 g dokka/225 m. Love Story garn er til sölu á prjonakerling.is og í völdum búðum á Islandi, svo sem í Handprjónasambandi Íslands og Þingborg.
PEYSA
Aðallitur: 1 Plötulopi #0005 og 1 Love Story Einband Viking Rust saman: 593(657,730,792)875,959,976(1091) m
- 3(3,3,3)4,4,4(5) lopaplötur
- 3(3,4,4,)4,5,5(5) Love Story
Aukalitur: 1 Plötulopi #0001 og 1 Love Story Einband Viking Rust saman: 114(126,140,152)168,184,187(209) m:
- 1 lopaplata
- 1 Love Story
VESTI
Til að prjóna vestið þarf einni færri plötu af plötulopa og einni færri dokku af Love Story á að halda fyrir allar stærðir. Vestið á myndinni er prjónað með handlituðum Þingborg lopa (aðallitur) og tveimur plötulopa og Love story litum í axlastykki. Ég notaði að mestu garn sem ég átti afgangs.
Athugið: einnig er hægt að nota þrefaldan plötulopa eða Álafosslopa fyrir þykkari peysu.
FOR THE VEST
You will need one less plate of plötulopi and one less skein of Love Story for the Vest. The Vest shown is knitted with some hand dyed lopi (MC) and has 2 plötulopi and Love Story colors in the yoke. I mostly used left-over yarns.
Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 20 umf með sléttu prjóni á prjóna nr 7 með Plötulopa og Love Story haldið saman.
Prjónar: hringprjónar nr 5,5 og 7. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og kraga en einnig má nota sokkaprjóna.
Heklunál nr 6.
Annað: stoppunál, prjónamerki, langar geymslunálar (eða aukaprjónar í sömu stærð eða fínni).
Fyrir peysu: stuttur rennilás u.þ.b. 25 cm (best að mæla lengd á opinu áður en rennilásin er keyptur), saumavél eða nál og tvinni.
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandaprjón, lykkjustigaprjón, bráðabirgðauppfit
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.
Túngumál | á ensku, á frönsku, á íslensku |
---|