Í ár var ég svo heppin að fá að nota kindateikningu Omnoms, ástkæru súkkulaðiverksmiðjunnar í Reykjavík. Súkkulaðið þeirra er dásamlegt og hafa þau fengið óteljandi verðlaun fyrir glæsilegu umbúðir sínar.
HVAÐ ER Í UPPSKRIFTAPAKKANUM
- 3 prjónauppskriftir eftir Hélène Magnússon. Þær verða að mestu leyti allar fyrir fylgihluti (sjöl, vettlinga, húfur, o.s.frv.) eða annars konar smærri verk (engar peysur). Uppskriftirnar verða sendar út á PDF-formi: þú munt fá senda tilkynningu í tölvupóst í hvert skipti sem ný uppskrift er gefin út. Mun PDF-skjalið birtast sjálfkrafa undir Niðurhal í Prónakerlingar-aðgangum þínum þar sem það verður aðgengilegt ótímabundið
- stuðningur og félagskapur annarra prjónara ef þú tekur þátt í samprjóni (KAL-Knit Along) Garnklúbbs 6 sem haldið er í Facebook– og Ravelry-hópunum mínum frá september 2025 til janúar 2026. Það getur verið gaman að deila eigin reynslu og myndum af prjóninu! Facebook hópurinn er lokaður hópur sem þú getur gengið í hvenær sem er!
GOTT AÐ VITA
- Uppskriftirnar þrjár (á frönsku, ensku og íslensku) verða sendar út sem PDF-skjöl með eftirfarandi dagsetningu:
Uppskrift 1: PDF sent út 24. september 2025
Uppskrift 2: PDF sent út 24. október 2025
Uppskrift 3: PDF sent út 24. nóvember 2025
- Sem meðlimur klúbbsins munt þú alltaf hafa aðgang að öllum uppskriftunum í þjappaðri möppu (endar á .zip) í gegnum Prjónakerlingar-aðganginn þinn. Til þess að nálgast uppskriftirnar þegar þær koma út, skráðu þig inn og finndu þær undir Niðurhal í uppfærðri möppu. Sjá nánari upplýsingar um hvernig á að nálgast PDF skjölin þín hér.
- Ef þú vilt einnig fá uppskriftirnar afhentar í gegnum Ravelry, sendu mér póst með Ravelry notendanafninu þínu svo ég geti bætt skjalinu handvirkt inn á aðganginn þinn.
- Þetta er klúbbur; með skráningu í hann skuldbindur þú þig yfir þann tíma sem klúbburinn er haldinn. Endurgreiðslur eða afbókanir eru ekki mögulegar, nema lögbundin réttindi kveði á um annað. Athugið að PDF skjöl eru einnig ekki endurgreidd. Við hvetjum þig til þess að kynna þér skilmála okkar í heild sinni.
- Ekki er hægt að ganga í áskrift að klúbbnum, þetta er eingreiðsla.











