Barði
FRÁ ISK900
Barði sokkar eru af einfaldri hönnun og er notað sérstakt bragð til að gera þá einstaklega snyrtilega. Sokkarnir eru prjónaðir að ofan, með brugðnum lykkjum og snúru kaðlamunstri niður framhliðina sem minnir á stungurnar í eldgosi úr Kötlu. Sokkarnir eru með Halldóru hæl og vegna nokkra stuttra umferða undir sólanum verður hann lengri en ristin eins og sést stundum á gömlum sokkum. Verða sokkarnir þannig þægilegri. Barði sokkarnir eru einnig í bókinni minni Sokkar frá Íslandi.
Garn notað: Katla
PDF uppskrift
lika til á Ravelry
> Meira upplýsingar undir
Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)
Stærðir: 1,2(3,4,5) sem passa á fót 20.5,22(23,24.5,25.5) cm.
Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um stærð prjóna en einnig er hægt að aðlaga lengd fóts og sokkbola með því að bæta við eða fækka umf. Sokkarnir á myndunum eru prj í stærð 3.
Tilbúin mál
- Ummál fótar án strekkingu 17.5,19(21,22.5,24) cm
- Sokkbolslengd: 14 cm
- Mælt er með neikvæðri vellíðan u.þ.b. 2-3 cm í ummáli fótar og 0,5 cm í lengdina.
Prjónfesta: 10 cm = 26 L og 32 umf með sléttu prjóni
Garn: Katla Sokkaband eftir Hélène Magnússon: ný íslensk lambsull (99%), silki (1%), tvinnað 4-band sport/DK, 100 g hespa/ 220 m: Askja blue, 1,1(1,2,2) hespa(ur). Garn notað u.þ.b. 154,172(195,215,236) m
Prjónn: 2,5 mm hringprjónn (notuð er Töfralykkju-aðferðin, (þið getið líka notað sokkaprjóna). Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf er á.
Annað: stoppunál, prjónamerki, sokkatré til að strekkja
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.
Túngumál | á ensku, á frönsku, á íslensku |
---|