Bókin Sokkar frá Íslandi kemur út í formi klúbbs alla fimmtudaga. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er þar til henni lýkur, 31. desember! Hér er sokkurinn nr 5 !
Eins og Mosi sokkarnir fékk ég innblastur fra mosa, en það eru yfir 600 hundruð mismunandi tegundir af mosa á Íslandi. Dýjamosi eða dýjahnappur vex einkum við læki og lindir.
Þaðan kemur Tender green liturinn í Sokkabandinu mínu.
Eins og Mosi-sokkarnir sem minna á grámósann sem vex á hraunum, eru Dýjamosi -sokkarnir prjónaðir að ofan, með hæl og tá í öðruvisi lit en þar lýkur samanburðinum.
Þótt hællinn líti út eins og totuhæll, er hann prjónaður um leið og ekki eftir á. Notast er við skemmtilega aðferð sem kallast stundum stundaglasahæll. Aðferðin notar stutta umferða en ekki á venjulegan hátt: til þess að mynda ekki göt er lykkju aukið út sem gerir aðferðina auðveldari en sú sem er notuð fyrir stuttaraddahælinn.
Aðferðin felur hins vegar í sér að brjóta upp munstrið milli sokkabols og framleists með 2 einslitum umferðum. Það tók mig nokkrar tilraunir að koma því í lag!
Léns