Skakki er einföld hyrna sem prjónuð var í gamla daga með garðaprjóni og ætluð var til daglegra nota. Hún var krosslögð að framverðu og bundin í bakinu og gegndi sama hlutverki og peysur. Þessi sjöl voru venjulega prjónað í sauðalitunum og oft skreytt neðst með nokkrum röndum með gataprjóni.
Skakki-sjalið mín varðveitir allar þætti í hefðbundnum sjölum en rendur með gataprjóni ná yfir alla vængina. Hver bekkur er prjónaður með mismunandi gataprjónamunstri frá ýmsum héruðum landsins eða sem finna má í öðrum hefðbundnum íslenskum sjölum og blúndusjölum.
Sjalið er prjónað ofan frá eins og slík sjöl voru gjarna prjónuð á Vestfjörðum.
Fyrsta bekkur er með hnútuprjóni svo koma Gatasnar.
3. bekkur er með skemmtllegu tilbrigði af gatasnari og 4. bekkur með augnprjóni eða stjörnaprjóni.
Sjalið var upphaflega hannað sem styrkur til fjáröflunarherferðar Uppspuna, fyrstu smáspunaverksmiðju Íslands (e. minimill), sumarið 2017. Þá notaði ég mjög sérstaka íslenska ull af Feldfé. Feldfé er grátt fé sem ræktað er fyrir ullina þ.a. kindurnar framleiða meira tog en mýkra, og minna þel. Í dag eru einungis örfáir bændur sem rækta Feldfé og er garnið því afar sjaldgæft.
Gilitrutt Tvíband er einnig góður kostur fyrir þetta sjal. Það er ekki jafn sjaldgæft en er fíngert tvinnað band sem ég hef þróað úr mjúku íslensku lambsullini. Hana sérvel ég frá íslenskum bændum og af öllum sauðalitunum er sá grái vandfundnastur.
Ath. að dokkan til hægri er ekki í sauðaliti heldur lituð svart.
Ég myndaði sjalið á austan við óbyggðasetri íslands í síðasta sumar en ég er að leiða göngu- og prjónaferð Authentic Iceland (sjáðu myndirnar frá ferðinni í fyrra hér og ef þæu vilt vera með á þessu árm geturðu bókað hér).
Oftast þegar ég er á myndunum, þá hef ég lika telið þær sjálf. Ekki heppnast það alltaf vel en mér lilar samt þessar hráar myndir með öllu sinnum göllum. Svo hér koma þær:
Uppskritin á íslensku, ensku eða frönsku er til sölu á vefsiðuna mína hér og á Ravelry hér.
Prjónapakkin með Gilitrutt Tvíbandinu er til söluá vefsiðuna mína hér. Kit inniheldur 8 dokkur af Gilitrutt Tvíbandi í Basalt grey og prjónapoka og er 10% áfslattur innifallinn í verðinu miðað við ef þú væri að kaupa garnið eins og sér . Þú gelur valið hvaða lit sem er en að eru 20 sem koma til greina.
Prjónakveðjur!