Mikið er 2020 sérkennilegt en ég fékk svo örlitið meiri tíma og skrifaði… prjónabók! Og ég hlakka svo til að segja frá henni!
Með bókinni Sokkar frá Íslandi endurvekur Hélène sokkahefðir á Íslandi og gefur þeim nýtt líf. Hún sækir innblástur í gamla íslenska sokka, eldgamlar uppskriftir en einnig í hefðbundna íslenska vettlinga. Bókin inniheldur 17 sokka-uppskriftir með sterkum íslenskum blæ.
Hvað er í bókinni?
Miðsokkar, háir sokkar, hálfsokkar, allir sokkarnir úr bókinni, 17 talsins, koma í mörgum stærðum og nota alls kyns aðferð (tvíbandaprjón, smá blúndu og kaðla, óprjónaðar lykkjur). Þeir eru prjónaðir að ofan eða frá tánum, með ansi mörgum afbrigðum á hælum og tám. Fela sumir í sér nýjar aðferðir en eru aðrir einfaldari.
Af 17 uppskriftum í bókinni, eru 14 glænýjar og 3 endurútgefnar: Mosi sokkar sem kom út fyrr á þessu ári, Barði sem birtist í Icelandic yarn Club 1 og var eingöngu hægt að fá þar, þar til nú, og DK útgáfa af íslenskum hásokkum sem birtust í bókinni Knitting socks from around the world 2011.
Sokkarnir í bókinni eru allir prjónaðir með Kötlu Sokkabandinu, einstöku DK/sport bandi úr íslenskri lambsull sem var skapað af Hélène.
Ef þú vilt nota annað svipað garn fyrir flesta sokkana er prjónfestan 26 L og 32 umf yfir 10 cm í sléttu prjóni. Prjónfestan náðist með 2,5 mm prjónum en sumar prjónakonur sem prukeyrðu uppskritirnar þurftu að fara niður í 2 mm eða upp í 2,75 eða 3 mm.
Bókin er gefin út í formi klúbbs. Klúbburinn byrjar formlega fimmtudaginn 1. október 2020 og stendur í 14 vikur til fimmtudagsins 31. desember 2020. Á hverjum fimmtudegi færðu sent rafrænt eina eða tvær uppskriftir en stundum einnig ritgerð eða smásögu. Að lokum klúbbsins færðu fallega bók (á rafrænu formi eða útprentaða) sem safnar saman öllum prjonauppskriftunum, ritgerðunum og sögunum. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er, svo framarlega sem það er fyrir áramót og geturðu valið á milli mismunandi aðildar valkosta.
Með því að ganga í klúbbin, færðu áfsláttaf af garni og fl. Klúbburinn er einnig skemmtilegt umhverfi til að vera í og prjóna öll saman en það er auðvitað engin skylda að prjóna alla sokka í bókinni, eða jafnvel að prjóna neina!! Það er heldur enginn pressa að ljúka neinu. Þú tekur bara það sem þú vilt úr klúbbnum á þínum eigin hraða! Hægt er að „hittast“ á netinu bæði á Facebook og á Ravelry: gakktu strax í Facebook hópinn mínn og / eða Ravelry hópinn mínn
Hvernig klúbburinn virkar
Sokkar frá Íslandi Klúbburinn hefst fimmtudaginn 1. október 2020 og stendur yfir í 14 vikur til fimmtudagsins 31. desember 2020. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er, svo framarlega sem það er fyrir lokadag klúbbsins, þann 31. desember 2020.
Á hverjum fimmtudegi, liklega í loks dagsins, mun þú fá ráfrænt (PDF) eina eða tvær uppskriftir á íslensku inn á Prjónakerlingar reikninginn þinn, stundum mun einnig ritgerð eða lítil saga fylgja. Oft verður líka kennsluefni sem sýnir nokkrar af þeim aðferðum sem notaðar eru í uppskriftunum. PDF skjölunum verður öllum safnað í ZIP-skrá sem þú þarft því að sækja aftur í Prjónakerlingar reikningin hverri viku í hvert skipti sem bætist við usppkrift.
Ef þú vilt einnig geyma prjónauppskriftirnar inn á Ravelry bókasafninu þínu, bætu við notandanafninu í nótur við afgreiðslu eða sendu tölvupóst.
Að lokum klúbbsins færðu fallega bók (sen rafbók-PDF og/eða útprentaða eftir því sem þú velur) sem safnar saman öllum uppskriftunum, ritgerðunum og sögunum.
Þú getur valið á milli mismunandi aðildar valkosta:
- eingöngu stafræn útgáfa (rafbók) + 10% afsláttarkóði á Kötlu sokkabandi og Kötlu Gjafapoka
- Útprentuð bók + stafræn útgáfa + 10% afsláttarkóði á Kötlu sokkabandi og Kötlu Gjafapoka
- Útprentuð bók + stafræn útgáfa + Garn: 1 Kötlu Gjafapoki (11 hespur í öllum litum, taska og smá gjöf) + 2 auka Kötlu hespur (svört og hvít) + 10% afsláttarkóði á öllum vörum á prjonakerling.is (nema á ferðum og klúbbnum)
Afslættirnir eiga við um vörurnar á prjonakerling.is og þú færð klúbbafsláttarkóðann þinn sendan í tölvupósti þegar þú gerist aðili (níðurhaldu Sokkar-frá-Íslandi PDF, opnaðu ZIP-skrá og leitaðu Velkomin PDF. Einnig geturðu leitað undir Níðurhald í Prjónakerlingar reikningin þín). Þú getur notað afsláttinn þinn eins sjaldan eða oft og þú vilt, allan tímann sem klúbburinn stendur yfir, það er, til loks ársins 2020. Þú getur gerst áskrifandi að klúbbnum hvenær sem er, svo framarlega sem það er fyrir 31. desember, og þá geturðu notið alla þeirra afslátta.
Katla-gjafapokinn inniheldur 11 x 100 g hespur í öllum 11 yndislegu litbrigðum Kötlu, ásamt fallegum ókeypis striga, korktösku og líka… smá gjöf! Athugaðu að Katla-gjafapokinn inniheldur ekki nóg til að prjóna öll 17 sokkapörin í bókinni (auðvitað!), en vonandi nærðu samt að prjóna margar eftirlætis uppskriftirnar þínar úr öllum litunum. Ég bætti við tveimur hespum, einni hvítri og einni svartri svo möguleikarnir yrðu breiðari. Ein 100g hespa dugar venjulega til að prjóna par af hálfsokkum í einum lit í stærð Medium.
Vonandi verður þú með í þessu nýja ævintýri!
GAKKTU Í KLÚBBIN
&
FÁÐU BÓKINA
Sjáumst 1. október!