Ástþrúður Síf er mikil prjónakona og klæðist oft undurfallegu prjóni. Hún lærði af mömmu sinni sem hún missti ung og hún heldur minningu hennar á lofti með prjónunum. Henni finnst mjög slakandi að prjóna eftir uppskrift og gerir það oftast en henni finnst líka gaman að improvisera af og til og skapa eitthvað sjálf. Innblásturinn kemur gjarnan frá íslensku náttúrunni en maðurinn hennar er jarðeðlisfræðingur og eru þau hjón oft að ferðast á hálendinu.
Nokkrar uppskriftir eftir hana hafa þannig birst í tímaritinu Hugur og Hönd og í blöðum Istex (Óveður og í nýjasta tölublaðinu af Lopi, nr. 37). En þegar spurt er um hvernig hún gerir prjónauppskrift, þá segir hún það sé mikil vinna, mjög erfið og tímafrek. Hún orðar þetta sjálf þannig að það þurfti bæði þrautseigju og úthald til að koma út uppskrift.
Hugmyndin að peysunni Aska kviknaði síðasta sumar. Hún gerði skissu af peysunni, í ætt við poncho med ermum og fann munstur sem henni leist vel á. Hún valdi Einrúm E en silkið í bandinu glitrar eins og jökull.
Hún vissi nokkurn veginn hvert hún var að fara og prjónaði hvítu peysuna.
En hún var þó ekki nógu ánægð með sniðið (þótt hún klæðist dóttur mínni ágætlega en all fer henni vel… )
Síðastliðið haust prjónaði hún aðra peysu með betra sniði og í litum sem klæddu hana betur.
Þá skrifaði hún einnig niður um leið það sem hún var að gera og þá varð einhverskonar uppskrift til. Hún ætlaði sér þó ekki að fara lengra með hana. Þegar hún klæddist peysunni fékk hún mjög góð viðbrögð frá vinkonum sínum sem hvöttu hana til að að birta uppskriftina.
Ég var ein þeirra en Ásta (eins og hún er oftast kölluð) og ég erum nágrannar (þess vegna birti ég oft myndir af fallega rauða húsinu hennar á mínu instagram!).
Þá var kominn vetur og þriðja peysan, bláa peysan, prjónuð. Í þetta skiptið var það nokkurskonar prufuprjón af uppskriftinni. Litina valdi Ásta vandlega og eru það litirnir sem samsvara mest jöklinum. Peysan fékk endanlega nafnið Aska.
En Ásta var ennþá smeyk um að birta uppskriftina enda ekki viss um hvort hún væri nógu góð. Hún bað mig um að kíkja á hana. Við hittumst eitt kvöld eins og nágrannar gera og fórum yfir þetta saman. Ég bauðst til þess að teikna munsturteikningu handa henni og hvatti hana til að bæta við stærð fyrir stórar stelpur.
“Mér fannst þetta vera svo mikið mál en þú lést þetta líta út eins og það væri einfalt með því að búta niður hlutföllin og búa til logíska formúlu sem hægt var að treysta á. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að það leyndist svo mikil rúmfræði í prjóni.” segir Ásta.
Svo fullvann Ásta uppskriftina sína og finnst hún miklu betri en hún var, auk þess var það lærsdómsrík reynsla.
Ég plataði svo fallegu elstu stelpuna mína í myndatöku!
Og er það mín ánægja að bjóða ykkur þessu fallegu hönnun á vefsíðunni minni. Ég finnpússaði örlitið leiðbeinigar og er uppskritin er að finna hér á íslensku, ensku eða frönsku. Það eru 2 stærðir fyrir
Prjónapakkin með Einrúm er til sölu hér og inniheldur nog af garni Einrúmi E til að prjóna peysu (verðið er með 10% áfslátti miðað við ef þú vælri að kaupa garnið sér). Uppskriftin er ekki innifallin og þarf að kaupa sér.
Og fleiri myndir af Sylvíu!