Stigalykkjuprjón (Ladder back jacquard á ensku) er leið til þess að takast á við löng bönd í tvíbandaprjóni, án þess að vefa bandið inn í prjónið. Böndin eru fest saman um leið og prjónað er. Þannig myndast lóðréttur stigi úr sléttum lykkjum sem liggur aftan á prjónlesinu og er bæði ósýnilegur og laus í sér. Myndast þá nánast tvöfalt prjón. Það skiptir máli með þessa aðferð við tvíbandaprjón að hafa ríkjandi og víkjandi liti og að snúa ekki böndin þegar prjónað er.
1. Festa munsturlit aftan á prjónlesið
Farið með aðallit fyrir framan prjónlesið
Myndið lykkju með munsturlit
Setjið lykkju á hægri prjón: það er aukalykkja
Farið með aðallit til baka aftan á prjónlesið og haldið áfram að prjóna
2. Prjóna stigalykkju
Prjónað er á venjulegan hátt með tvíbandaprjóni þar til komið er að stigalykku í munsturlit
…byrjað er á því að fara með aðallit fyrir framan prjónlesið
Síðan er stigalykkjan prjónuð með munsturlit
Farið er svo til baka með aðallit aftan á prjónalesið
Haldið áfram að prjóna með tvíbandaprjóni að næstu stigalykkju
3. Festa stigalykkju við prjónlesið
Þegar ekki er lengur þörf fyrir stigalykkjuprjón, er stigalykkjan fest við prjónalesið með því að prjóna hana saman við lykkjuna vinstra megin við hana (þá er stigalykkjan aftan við lykkjuna og sést ekki)
Prjónið að stiggulykkju og prjóna 2 sléttar saman
Nú er lykkjustiginn fastur á prjónlesinu en sést ekki.
Haldið áfram að prjóna.
Þessa aðferð nota ég í sokkana Rósir í bókinni mínni Sokkar frá Íslandi.
Og í hestalopapeysunni „Fimm gangur íslenska hestsins“. Í þeirri uppskrift sýni ég á munsturteikningunni nákvæmlega hvar á að festa lykkjustigann.
Hér er að finna kennslu í fleirum prjónaaðferðum: