Stuttar umferðir eru umferðir sem ekki eru prjónaðar alla leið og eru þess vegna styttri en aðrar umferðir í flíkinni sem verið er að prjóna. Flíkinni er snúið við áður en umferð er lokið. Við þetta myndast óæskilegt gat þar sem er snúið við. Margar leiðir eru til þess að loka þessu götum. Algengasta aðferðin hér á landinu er að slá upp á prjóninn. Slegið er upp á prjóninn eftir að snúið hefur verið. Til þess að loka gatinu eru síðar uppslegna lykkjan og lykkjan hinum megin við gatið prjónaðar saman og uppslegna lykkjan liggur undir hinni lykkjunni á réttunni.
Þegar prjónað er á réttu er bandinu slegið upp á að framanverðu:
- bandið er á röngunni aftan við prjónana. Færið það fram og látið liggja fyrir framan prjónana
- prjónið næstu lykkju
- ný lykkja hefur myndast á prjóninum
Þegar prjónað er brugðið á röngu er bandinu slegið upp á að aftanverðu:
- bandið er nú að framanverðu. Færið það á bakhlið á milli prjónanna.
- prjónið næstu lykkju brugðna
- ný lykkja hefur myndast á prjóninum
Lokið síðar götum á eftirfarandi hátt: uppslátturinn og lykkjan hinum megin við gatið eru prjónuð saman þannig að uppslátturinn er undir lykkjunni frá réttunni.
Ef uppslátturinn er hægra megin við gatið, prjónið 2 lykkjur saman, vinstra lykkja ofan á (úrtaka sem hallar til hægri) til að loka gatinu = 2 sl saman
Ef uppslátturinn er vinstra megin við gatið, prjónið 2 lykkjur saman, hægra L ofan á (úrtaka sem hallar til vinstri) til að loka gatinu = úrtV: takið 2 L óprj, eina í einu eins og prjóna ætti þær sl, farið í L með vinstri prjón, og prjónið þær saman; eða takið eina L óprj, prjónið 1 sl, óprj L steypt yfir.
Þegar prjónað er í hring er götum alltaf lokað frá réttu, en ef prónað er fram og til baka getur þurft að loka götum á röngunni. Reglan er sú sama, uppsláttur og lykkja öðrum megin við gatið eru prjónuð saman og uppsláturinn er undir lykkjunni frá réttinu (ofan á frá röngunni).
Ef uppslátturinn er vinstra megin við gatið, prjónið 2 lykkjur saman brugðið, vinstri L ofan á (úrtka sem halla til hægri) til að loka gatinu = 2 br saman
Ef uppslátturinn er hægra megin við gatið, prjónið 2 lykkjur saman brugðið, hægra L ofan á (br úrtaka sem halla til vinstri) til að loka gatinu = úrtVbr: takið 2 L óprj, eina í einu eins og prjóna ætti þær sl, settið þær aftur á vinstri prj, farið í L með vinstri prjón, og prjónið þær br saman í gegnum aftari L