Uppfit ofanfrá (garter tab cast on á ensku) er prjónatækni til að prjóna hyrnur með garðaprjónsbryddingu.
Þá er prjónaður lítill ferhyrningur (t.d. 3 L prj í 7 umf) og lykkjur teknar upp á prjóninn og prjónaðar á þremur hliðum á ferhyrningnum: en það gerir kleift að prjóna í 3 áttir á sama tíma. Þannig myndast óslitin garðaprjónsbrydding í kringum sjalið.“
Hér undir er önnur aðferð, fljótlegri og sem kemur beint að efninu, sem mér líkar sérstaklega vel þegar ég er að nota fína blúndugarnið mitt Love Story. Í kennslumyndunum nota ég gróft garn svo þetta sjáist betur. Garðakanturinn er 3 L og er 1 miðl, samtals 7 lykkjur (3+1+3).
Haldið 2 prjónum samhliða í vinstri hendi ( notið langan hringprjón). Staðsetjið garnið milli prjónanna, endinn snýr að þér.
Vefðu garninu í áttina að þér utan um prjónana (vefðu rangsælis) = einn hringur = ein lykkja
Vefðu garninu tvisvar = tveir hringir = 2 lykkjur (ef þú gerir kant sem er 2 lykkjur)
Vefðu garninu þrísvar = þrír hringir = 3 lykkjur (fyrir kant sem er 3 lykkjur)
Dragðu prjóninn sem er nær þér (lykkjurnar eru ennþá á snúrunni) og prjónaðu lykkjurnar 3 (sem eru á prjóninum fjær þér) með prjóninum sem þú dróst í gegn.
Þá ertu búin að prjóna lykkurnar 3, ath. að síðasta lykkja (til vinstri á myndinni) er varla lykkja þar sem endinn er laus.
Snúðu prjóninu við (haltu fast við lausa endann L)
Prjónið lykkjurnar 3 (umf 2)
Nú eru allar lykkjurnar fastar.
Prjónið áfram fram og til baka þangað til viðeigandi umferðafjölda er náð ( ég var með 5 umf allt í allt í sýnishorninu)
Núna ertu með lítinn ferning og getur tekið upp og prjónað miðju lykkjuna (eða þær lykkjur sem um er beðið í uppskriftinni)
Taktu upp miðjulykkju og prjónaðu hana
Prjónuðu seinni lykkjurnar þrjár á vinstri prjóni.
Snúðu prjóninu við og nú ertu tilbúin til að byrja á sjalinu með 7 lykkjur á prjóninum. 3 garðaprjóns kantlykkjur á hvorri hlið og ein miðju lykkja.
Þú getur notað þessa aðferð til að byrja á eftirfarandi sjölum:
Vor Hyrna prjónuð með Gilitrutt
Vor Hyrna prjónuð með Love Story