Aðferðir sem notuð eru í bókinni Sokkar frá Íslandi
Hér á neðan eru lýst allar aðferðirnar sem notuð eru í bókinni. Fylgið hlekk (í ljós gráu) til að sjá myndum og/eða myndskeyðum.
- br L með norskum hætti verið er að brugða án þess að taka bandið fram fyrir prjónanna og eru lykkjurnar þess vegna þéttari og óþarfi að prjóna stutta br L.
- Garðaaffelling: sterk affelling sem gefur vel í sig. Prj 1 L, steypið L yfir fremstu L á vinstri pr jog prj sú L í gegnum L sem var steyup yfir. Takið L samtímis fram af vinstri prj. Garðaaffelling hefur verið þekkt hér á landi síðan að minnsta kosti í lok 19. aldar. Sígriður Halldórsdóttir lýsir því í bók sinni Þríhyrnur og langsjöl og kenndi aðferðin við Handprjónasamband Íslands. Garðaáfelling hefur tiskast undir nafni íslensk áfelling. Ég hef verið að kenna aðferðina síðan 2010 á prjónaferðum mínum og virtist hún lítið þekkt utan Íslands. Þátttakendur í ferðum mínum munu hafa gert hana vinsælla undir þessu nafni.
- Gamla íslenskur krosssaumur: verið er að sauma tvisvar í sömu kross og yfir 2.
- Hæll með stuttum umferðum: hæll motaður með stuttum unferðum
- Hringfit
- Húsgangsfit með tveimum litum
- ISSK (improved ssk): Aðferð til a prjóna úrtöku sem hallar til vinstri ósýnilegri. Aðferðin virðist lítið þekkt utan Íslands. Takið 1 L óprj og setjið hana aftir á vinstri prj snúin. Prj 2 L saman í gegnum aftari L.
- Ladder back Jacquard eða stigalykkjuprjón (ég notaði þá aðferð á sokkbolnum): er leið til þess að takast á við löng bönd í tvíbandaprjóni, án þess að vefa bandið inn í prjónið. Böndin eru fest saman um leið og prjónað er. Þannig myndast lóðréttur stigi úr sléttum lykkjum sem liggur aftan á prjónlesinu og er bæði ósýnilegur og laus í sér. Myndast þá nánast tvöfalt prjón. Það skiptir máli með þessa aðferð við tvíbandaprjón að hafa ríkjandi og víkjandi liti og að snúa ekki böndin þegar prjónað er.
- Lykkja saman: notuð til að tengja saman með lykkjuspori tvær brúnir með opnum lykkjum. Hægt er a lykkja saman með sl og br L. Annað er hægt að prjóna saman á röngunni eða fella af og sauma.
- Ósýnileg litaskipti: Þegar prjónað er í hring er í raun og veru prjónað í spíral. Þess vegna verða litaskipti umferðanna áberandi. Til þess að komast hjá þessu er hægt að beita sérstökum aðferðum þegar skipt er um lit í munstrinu.
- Prjónið 1 L sl í lykkjuna fyrir neðan: farið með prjón í lykkjuna frá umferðinni fyrir neðan og prj sl (eru því L og L fyrir neðan prjónaðar sl saman).
- Stroff upfit: hún er einnig kölluð ítölsk uppfit (á ensku: Italian cast on, ribbed cast on, rounded cast on) og lítur svolítið út eins og ósýnileg upfit en er að mínu mati auðveldari.
- Stuttar umferðir: stuttar umferðir eru umferðir sem ekki eru prjónaðar alla leið og eru þess vegna styttri en aðrar umferðir í flíkinni sem verið er að prjóna. Flíkinni er snúið við áður en umferð er lokið. Við þetta myndast óæskilegt gat þar sem er snúið við. Margar leiðir eru til þess að loka þessu götum. Algengasta aðferðin hér á landinu er að slá upp á prjóninn. Slegið er upp á prjóninn eftir að snúið hefur verið. Til þess að loka gatinu eru síðar uppslegna lykkjan og lykkjan hinum megin við gatið prjónaðar saman og uppslegna lykkjan liggur undir hinni lykkjunni á réttunni.
- Stutt brugðin lykkja (short purl eða tight purl á ensku). Þegar prjónaðar eru brugðnar lykkjur saman við sléttar lykkjur (til dæmis í stroffi og köðlum, eða í klippulykkjum), þá virðist slétta lykkjan hægra megin við brugðnu lykkjuna oftast vera lausari. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að prjóna br L með því að taka bandið fram fyrir á milli prjónanna.
Þetta er hægt að bæta verulega með því að prjóna fyrstu br L (rétt á eftir sl L) styttri sem gerir hana þéttari. Hvort sem maður er að prjóna með bandinu í hægri hendi (enskur stíll) eða í vinstri hendi eins og er yfirleitt gert hér á landi, skal vefja bandinu réttsælis frá hægri til vinstri niður og upp á milli prjónanna í stað þess að vefja bandinu í kringum hægri prjón rangsælis frá hægri til vinstri og upp og níður á milli prjónanna. Með þessari aðferð fer bandið styttri leið í kringum prjónanna. Aðferðin er því fljóttari en gerir það að verki að br L verður snúin. Því verður næst að prjóna hana í gegnum aftari L til að umsnúa henni.
Ekki er óalgengt hins vegar að hér á landi sé verið að prjóna br L með br L með norskum hætti þ.e.a.s. án þess að taka bandið fram fyrir prjónanna og eru lykkjurnar þess vegna þéttari og óþarfi að prjóna stutta br L. - Totuhæll í sléttuprjóni og í tvíbandaprjóni: hæll prjónaður eftir á.
- Tvíbandaprjón: passið að hafa tvíbandaprj nógu laust, sérstaklega á sokkbolnum. Það reynist auðveldara fyrir suma að stjórna þessu með því að snúa röngu prjónlessins út á við svo að böndin liggi utan á. Einnig er hægt að prjónað með aðeins stærri prjónum. Ef böndin eru of löng (lengri en 5 L), er æskilegt að vefja garninu inn í prjónið en passið að gera það ekki alltaf á sama stað í hverri umf. Annars sést það og er ljótt. Sjá videoið Kristylopi KAL 3: (17:08), og (25:26)
- Tvíbandaprjón og ríkjandi litur: Þegar prj er með tvíbandaprj virðist einn litur vera framar í munstrinu og “poppa fram” og er kallaður ríkjandi liturinn. Víkjandi liturinn virðist hins vegar mynda smærri lykkjur. Á röngunni er bandið sem liggur undir hitt ríkjandi liturinn en bandið sem liggur ofan á er víkjandi liturinn. Oftast er munsturliturinn ríkjandi og bakgrunnsliturinn víkjandi en ekki endilega. Það skiptir mestu máli hins vegar að samræmi sé í prjónaskapnum: ríkjandi litur liggur alltaf undir (nær prjónunum) og víkjandi liturinn ofan á. Sjá videoið Kristylopi KAL 3 hér: (33:36).
- Tyrknesk fit þetta er afbrigði af opnu fiti sem gerir manni kleift að prjóna í tvær áttir. Ég nota það mjög oft þegar ég prjóna sjal ofan frá og niður. Sjá einnig hér