Hér sýni ég hverning ég opna peysu að hefðbundnum íslenskum hætti: með saumavél.
Á íslensku hætti, í lok umf, fyrr en tengd er í hring, fitjað eru upp 2 aukaL (klippiL) sem eru alltaf prj br (miðjuL að framanverðu) og eru ekki taldar með í heildarlykkjufjölda. Endi umf er að framanverðu. Brugðnar ykkjur eru í raun og veru merki: til að sjást vel og klippa beint! Saumað er síðan í vél með beinu þéttu spori, tvöfaldan saum í hvora brugðnu lykkjuna að framan og klippt á milli saumanna.
Sýnishorn peysa er Gamaldags-peysan mín sem ég prjónaði handa mágkonu minni og er uppskriftin á íslensku hér.
Óþarfi er að ganga frá endum í munsturstykki sem á að klippa í. Látið þá liggja að framanverðu á milli br L. Ég geri það um leið og ég prjóna en hægt er lika að nota heklunál eftir á til að draga þá fram.
Endarnir eru lokaðir í saumaspori.
Hér er myndband:
– Látið saumavél vinna sín verk – ekki toga, ekki teygja – opnið bara br L með fringrunum.
– Passið að sauma peysuna ekki saman! Þess vegna fer ég svo oft innan í peysunni með hendi!
Endarnir koma út á milli saumaspori
Alltaf gaman að klippa í! Hér er myndband: