Heklaðferðin er ekki ætluð til þess að opna peysu en hún hentar vel t.d. til að klippa fyrir vasana í Útivist-peysunni minni. Það er góð hugmynd að æfa sig fyrst á stykkinu sem þú prjónaðir til að kanna prjónfestuna.
Hér er ég búin að merkja L þar sem vasinn byrjar.
Fjarlægið merkið og farið með heklunál undir báða leggi L.
Heklið fastaL í L.
Heklið fastaL í L sem er rétt fyrir ofan. Farið alltaf undir báða leggi L.
Haldið áfram að hekla fastaL, hverja ofan á aðra, til að mynda dálk. Gerið t.d. 10 fastaL dálk í æfingastykki, en í Útivist-peysunni eru vasarnir 36 fastaL langir. Það er auðvelt að hekla dálk með því að brjóta prjónlesið að milli fingranna til að fylgja L.
Farið því næst með heklunál undir vinstri legg L ofan á síðustu fastaL í dálki og hægri legg L sem er vinstra megin við hana. Heklið fastaL til að loka vasanum.
Snúið og heklið fastaLdálk niður á við, vinstra megin meðfram fyrsta dálknum. Farið undir báða leggi hverrar L. Ath. að það eru engin bil á milli dálkanna.
Heklið sama Lfjölda í báðum dálkunum. Eftir síðustu fastaL, farið með heklunál undir hægra legg L sem er undir og vinstra legg L sem er hægra megin við hana (það er L sem er rétt undir fyrsta fastaLdálknum) til þess að loka vasanum.
Gangið frá endum og lokið fastaLhringnum.
Klippið bandið sem liggur á milli fastaLdálkanna.
Svona lítur það út á röngunni. L er lokað með heklinu.
Þið getið gert fleiri tilraunir á æfingastykkinu þar til þið treystið ykkur til að klippa í peysuna!
Hér er myndband:
[fvplayer src=”https://icelandicknitter.com/wp-content/uploads/2017/11/IMG_6976-2.mp4″ width=”1920″ height=”1080″]GOTT AÐ VITA UM HEKLAÐFERÐ
- Aðferðin virkar best með garni sem loðir saman eins og lopinn gerir.
- Ef klippt er í tvíbandaprjón, þarf að undirbúa það sérstaklega til þess að loka öllum litunum (með því að prjóna köflótt munstur yfir margar L, oftast 6 til 8 L). Það er ekki hægt að loka fleirum en 2 litum í umf þannig að ef um þríbandaprjón er að ræða, virkar aðferðin ekki.
- Það þarf að hekla fastaL í hverja einasta L til að loka þeim. Þar sem það eru fleiri umf en L í 10 cm, þar að nota fínna garn eða hekla mjög fast til að fyrirbyggja að kantarnir aflagist. Þess vegna nota ég minni heklunál í Útivist-peysunni til að klippa í vasana en þegar ég hekla meðfram köntunum og í kringum hettuna.
- Punktar númer 2 og 3 gera það að verkum að ekki er æskilegt að opna peysu með heklaðferð. Jafnvel með því að nota minni heklunál, eru líkurnar á að kantarnir aflagist of háar. Auk þess þarf að undirbúa munstruðu axlastykkin fyrirfram og krefst það bæði meira tíma og garns en lopapeysuaðferðin góða (með bara 2 br L).