Fyrir nokkrum vikum átti ég 50 ára afmæli en ekki var gert mikið úr því þar sem ég var lasin, með hræðilega víruspest! Ég er meira að segja ennþá hóstandi og hef verið dag og nótt með ullarsjal um hálsinn.
Ég á – ahem, hóst – „nokkur“ þannig…
Mér datt í hug að halda upp á afmælið með ykkur, og um leið að þakka ykkur fyrir að fylgjast með mér, með því að láta fylgja með fyrstu 50 sjalaprjónspökkunum óvænta gjöf frá mér!
Hér getið þið séð alla sjalaprjónspakkana sem eru til sölu á vefsíðunni minni alls 21 (held ég?) í allskonar litatilbrigðum.
Á meðal þeirra eru nokkur ný sjöl en eftir að hafa hannað Swimming Pool langsjal fyrir Love Story bandið mitt kom Kieran Foley mér á óvart með því að endurhanna Midnight sun sjalið með Love Story.
Snillingurinn Monique B. frá A Passion For Lace hannaði Hallgrímssjalið (eftir Hallgrímskirkju) sérstaklega fyrir Love Story bandið mitt.
Ég er svo ánægð með litasamsetningu sem hún valdi.
Nýlega prjónaði ég Skakki sjalið handa sjálfri mér úr Gilitrutt garnafgöngum.
Það kemur allt öðruvisi út en gráu einlitu sjalið.
Vegna mikillar eftirspurnar er ég að bjóða prjónapakka með þessum 9 litum. Hann er á sama verði og prjónapakkinn fyrir einlita sjalið, þ.e.a.s. þið fáið 1 dokku fría!
Til hamingju með sjálfa mig og vonandi ná ég mér fljótt!