Sjölin á Nordic Heritage Museum í Seattle voru innblástur Evelyn Clark þegar hún hannaði þetta sjal.
Hefðbundnar íslenskar hyrnur samanstanda oftast af tveimur útprjónsmunstrum. Kóngulóarprjón er fíngert útprjónsmunstur sem oftast er notað í efri hluta hyrnunnar. Á neðri hluta hyrnunnar er gjarnan notað rósastrengsprjón eða annað munstur sem gengur í bylgjum og dregur þannig fram litabreytingar, þar sem að slík munstur henta vel fyrir jaðra sjalsins.
Þetta sjal er nútímalegt að því leyti að auðvelt er að breyta munstrunum sem notuð eru sem og stærð sjalsins. Efri jaðrar sjalsins eru prjónaðir með garðaprjóni, við taka svo kóngulóarprjóns- og rósastrengsprjónsmunstur, sem hvort um sig auka út um 12 lykkjur yfir 4 umferðir og því er auðvelt að skipta þeim út hvort fyrir annað. Þessi útaukningarhraði gerir það einnig að verkum að sjalið sveigist lítið eitt og liggur vel yfir axlirnar. Neðri jaðar sjalsins er skreyttur með blúndu og lykkjur eru felldar af með loftlykkjubogum.
Sjalið er prjónað að ofan svo auðvelt sé að skipta útprjónsmynstrunum út eftir hentugleik. Það er hannað með Einband frá Ístex í huga og alla þá litadýrð sem sú garntegund býður upp á.
Website: evelynclarkdesigns.com
Stærð: stærð sjals eftir strekkingu: sídd er 66 cm og breidd er 142cm
Prjónfesta: prjónfesta fyrir strekkingu, 10 cm = 22 L í sléttu prjóni
Garn: Einband-Loðband frá Ístex, 100% ný ull þar af 70% íslensk ull, 50gr/dokka, 50g = uþb 225m
- litur A 50g (225m) #1038 ljósmóleitur
- litur B 20g (90m) #0885 ljósmórauður
- litur C 30g (135m) #0867 mórauður
Prjónar: prjónar nr. 3.5, eða þá stærð sem þarf til að fá rétta prjónfestu; heklunál nr. 3.5 til að fella af með loftlykkjubogum
Annað: 2 prjónamerki; 1 öryggisnæla; hvöss stoppunál til þess að ganga frá endum og sauma saman garnenda; 180 ryðfríir títuprjónar til þess að strekkja sjalið. Ef þú vilt: 1m slétt afgangsgarn og heklunál fyrir bráðabigðauppfitjun; vírar til strekkingar
Aðferð: Sjalið er prjónað að ofan svo auðvelt sé að skipta útprjónsmynstrunum út eftir hentugleik.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér