Hönnun: HELENE MAGNUSSON
Frjókorn-peysa er líklega léttasta, mýksta og fljótlegasta lopapeysa sem ég hef nokkurn tíma hannað. Hún er prjónuð óvenjulega laust einungis með einföldum plötulopa saman við einfaldan Love Story þráð. Hið afar fínlega Love Story Einband úr gæða íslenskri lambsull gerir peysuna bæði sterka og einstaklega mjúka, auk þess sem það gefur kost á mjög skemmtilegri litaáferð. Munstrið er hins vegar prjónað með Léttlopa.
Frjókorn-peysan er einnig fyrsta lopapeysan frá mér sem er prjónuð ofan frá, en það er óhefðbundin lopapeysuaðferð. Axlastykkið stækkar út með mismunandi gerðum af útaukningum sem eru hluti af munstrinu og því með öllu ósýnilegir. Peysan er laus með léttu A-sniði og hálsmálið er flegið.
Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7(8,9,10)
Laus peysa með léttu A-sniði, amk 10 cm laus. Sýnishorn er í stærð 3.
Tilbúin mál (í cm)
Brjóst: 80.5(86,91.5,96.5)102,112.5,118(123.5,128.5,139.5)
Bolur að neðan: 86(91.5,96.5,102)107.5,118,123.5(128.5,134,144.5)
Hálsmál: 40.5(40.5,40.5,42)42,42,43.5(43.5,43.5,44.5)
Lengd bols að handvegi: 34(35,35,36)36,37,37(38,38,39)
Lengd axlarstykkis á baki: 22.5(22.5,22.5,22.5)22.5, 25.5, 25.5 (25.5,25.5,25.5)
Ermalengd að handvegi: 38(39,40,40)41,41,42(42,43,43)
Upphandleggur: 33.5(36,38.5,41.5)41.5,44,44(44,46.5,46.5
Úlnliður: 18.5(18.5,21.5,21.5)21.5,21.5,24(24,24,24)
Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 20 umf með sléttu prjóni á prjón nr 7 með Plötulopa og Love Story prjónuðum saman
Garn
Aðallitur: 1 Plötulopi og 1 Love Story Einband saman
- Plötulopi frá Ístex, 100% ný ull, óspunnin, 110g plata = 330 m: 2(2,2,2)3,3,3(3,3,3) plötur
- Love Story Einband frá Hélène Magnússon,100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 3(3,3,3)3,4,4(4,4,4) dokkur
Aukalitur: Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: 1(1,2)2,2,2(2,2,2) dokkur. Notaðir eru bara örfáir metrar af 2. dokku.
Litasamsetning í prjónapökkum:
- Grátt á gráu: plötulopi blanc 0001, Love Story Basalt grey, Léttlopi 0058
- Blátt á bláu: plötulopi 2023, Love Story Hot spring blue, Léttlopi 1403
- Hvítt á svörtu: plötulopi black heather 0005, Love Story Natural white, Léttlopi 0051
- Ljósblátt á rauðu: plötulopi 1430, Love Story Volcanic red, Léttlopi 1700
- Bleikt og fjólublátt á grænu: plötulopi 1421, Love Story Westfjord green, Léttlopi 1705 and 1412
Prjónar: hringprjónar nr 6 og 7. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Heklunál nr 5.
Annað: stoppunál, prjónamerki, langar geymslunálar (eða aukaprjónar í sömu stærð eða fínni).
Fyrir opnu peysuna, 8 eða 9 tölur.
Aðferð: Peysan er prjónuð slétt í hring og ofan frá. Axlastykkið er prjónað fyrst með tvíbandaprjóni, síðan eru bolur og ermarnar aðskilin og prjónað í hring. Klippt er í opnu peysuna.
Kit: Pakkinn inniheldur nog af garni til að prjóna peysu í stærðin sem varð fyrir válinu, en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þaf að kauða sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér