Hönnun: Hélène Magnússon
Í mörg ár hef ég framleitt ljósaseriur úr þæfðri ull en þær voru mjög vinsælar og margir eftirlikingar voru gerðir. Álfaljósin er prjónað útgafa af þeim.
Í gamla daga á Íslandi var prjónlesið afar þæft. Þetta var erfitt verk oftast gert af mönnunum. En það þarf ekki að vera eins mikil vinna í dag með þvóttavélinni! Ljósaserían sjálf á sér takmarkað líf og mun þurfa að skipta á henni í gegnu tíðina en hægt er að lengja líf hennar með því að skipta á perunum um leið og þær hætta að virka. Ath. að ef ullarserían er í beinu sólarljósi t.d. út í glugga, munu litirnir dofna.
Stærð: eftir þæfingu, eru blómin u.þ.b. 8 cm í ummáli og laufin 14 cm þvert yfir.
Garn: Plötulopi frá ístex, 100% ný ull, 110g/plata, 100g = u.þ.b. 300 m: fyrir blómin.
Plötulopi eða Léttlopi frá Ístex 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: fyrir laufin.
Hvert blóm/lauf notar u.þ.b. 8 g (24 m).
Litirnir eru að eigin vali en ath. að blái liturinn hleypir ekki ljósinu í gegn og er því ekki æskilegt að nota í blómin bláan eða annan lit sem inniheldur hann (þar á meðal grænan og fjólubláan) en má þó nota þá alla í laufin. Það má nota annað ullargarn því lengi sem það þæfist auðveldlega (ekki superwash).
Prjónn: hringprjónn nr 5,5. Töfralykkju aðferðin (Magic loop) er notuð en má einnig nota sokkaprjóna.
Prjónfesta: 10 cm = 14 L með tvöföldum Plötulopa og sl prj. Prjónfestan er ekki mikilivæg.
Annað: ljósasería sem fer eftir reglum um rafstraum landsins sem álfaljósið verður notað í.
Aðferð: prjónað í hring, úrtökur og aukningar, þæfing
Kit: Prjónapakkinn inheldur nog af garni til aðr prjóna 10 blóm og 10 lauf. Ljósaserian sjálf er ekki innifallin. Það sem margir litir eru hættir hjá Ístex frá því álfaljósið var hannað, geta litirnir í prjónapakka verið öðruvisi og sýnt er. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þaf að kauða sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.