Svona húfa er kölluð alpahúfa á íslensku. Slíkar húfur hafa sannarlega verið hluti af einkennisbúningi les Chasseurs Alpins (bókstafleg þýðing er Alpaveiðimennirnir, sem eru úrvalsdeild fjallafótgönguliða franska hersins) frá því 1891. En húfan á sinn uppruna á miðöldum í Bearn í Frakklandi.
Hún sést til dæmis í útskurði í kirkjunni í Bellocq frá því á 13. öld. Fjárhirðarnir prjónuðu hana í hring í sauðalitum og hin sífellda notkun í vindi og rigningu þæfðu hana. Hún varð mjög vinsæl einkum í Baskahéruðunum og notkun hennar breiddist fljótlega út til Spánar, síðan Suður Ameríku, Mexíkó, Louisiana, Kaliforníu og Kanada með landnemum þar.
Hönnun: Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærðir: S(M,L).
S er hæfileg stærð fyrir smábörn, M fyrir stálpuð börn og L fyrir fullorðna.
Endanleg mál 21(24,26.5) cm mælt þvert yfir húfuna, til þess að passa fyrir höfuðmál allt upp að 40.5 (48, 53,5) cm.Athugið að húfuna er hægt að strekkja í stærri stærðir eða hægt að prjóna með örlítið grófari prjónum.
Prjónfesta: 10×10 cm = 20 L og 28 umf í sléttu prjóni
Prjónar: sokkaprjónar 4 mm eða langur og sveigjanlegur hringprjónn (svo kölluð töfralykkju-aðferð er notuð til þess að prjóna lítil ummál.)
Garn: Léttlopi frá Ístex, 100% ný íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m
Aðallitur: 1 dokka
Aukalitur: ½ dokka (munstur), afgangar (doppa)
Grá húfa: litir 0056 (grátt), 0051 (hvítt), 1409 (rautt)
Blá húfa: litir 1404 (túrkísblátt), 1409 (rautt)
Fjólublá húfa: litir 1414 (dökk fjólublátt), 1411(gult),1413 (ljós fjólublátt)
Aðferð: prjónað í hring, silfurfit, tvíbandaprjón
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og arf að kaupa sér.