Göngu- og prjónaferð um Víknaslóðir, júni 26. – júli 3., 2019

6 daga prjóna og gönguferð um Víknaslóðir, íslenskt sjálaprjón

Brótför: júni 26. – júli 3., 2019: bókaðu núna

Í ferðinni afhjúpast helstu leyndardómar Austurlands, þar sem álfar hafa löngum átt griðastað og híbýli álfadrottningarinnar er að finna. Prjónatækni ferðarinnar er í takt við það og blúnduprjón er þema ferðarinnar ásamt með jurtalitun. Óviðjafnanleg litbrigði þessa mikilfenglega svæðis ættu að vekja ferðalöngum innblástur og í fjallshlíðum er að finna margar litfagrar plöntur sem hægt er að nýta til litunar en ferðinni lýkur með námskeiði í jurtalitun. Hélène Magnússon gefur innsýn í gamla og nýja prjónatækni Íslendinga og kynnir helstu eiginleika íslensku ullarinnar, og einnig Love Story bandið sem er al íslenskt.

Í nágrenni þorpsins Bakkagerði er að finna lundabyggð sem hefur verið gerð aðgengileg svo auðvelt er að komast í návígi við þennan skemmtilega fugl.

Kennt er á ensku en ensk/íslensk prjónaorðabók er tiltæk auk þess sem Hélène útskýrir á íslensku eins og þurfa þykir. Óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismuandi löndum þar sem prjónið verður tungumálið!

Meira upplýsingar og bókun >

Varan er eining til á: English French