Göngu- og prjónaferð yfir Fimmvörðuháls, Águst 19.-25., 2019

Brottfór: 19. – 25. águst 2019

5 daga göngu og prjónaferð yfir Fimmvörðuháls
Hér er ferð sem sameinar alvöru göngu- og prjónaáhuga. Ekið er austur undir Eyjafjöll og ullarmiðstöðin í Þingborg og Skógasafn heimsótt og gist á góðbúi í skugga jökulsins áður en lagt er á sjálfan Fimmvörðuhálsinn. Gist er í vistlegum skála Útivistar áður en haldið er um stórfenglegt landslag og nýtt hraun niður í Þórsmörk þar sem gist er 2 nætur. Á leiðinni er Skógaánni fylgt og að sjálfsögðu stoppað og prjónað við gígana Magna og Móða. Hélène Magnússon gefur einstaka innsýn í gamla og nýja prjónatækni og hægt er að njóta þess að ganga prjónandi með henni um þetta heillandi landslag. Kennt verður rósaleppaprjón og prjónað sokkar gangandi með töfralykkju aðferðinni! Óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður tungumálið!

Kennt er á ensku en ensk/íslensk prjónaorðabók er tiltæk auk þess sem Hélène útskýrir á íslensku eins og þurfa þykir.

Meirq upplýsingar og bókun >

Varan er eining til á: English French