Ástarsaga

Heiða hér! Hélène nefndi það um daginn að ég prjónaði minn eigin brúðarkjól með Love Story garninu. Mér datt í hug að segja ykkur aðeins meira frá gerð kjólsins, sýna ykkur fleiri myndir af honum og segja ykkur ástar söguna á bakvið hann. 

Ég hafði hugsað mér að prjóna hann úr Einbandi frá Ístex en svo ákvað ég að hafa samband við mesta prjóna snillingin sem ég er svo heppin að þekkja, Helene til að hjálpa mér aðeins með útreikningana á mynstrinu fyrir hugmyndina mína , ég hefði ekki getað spurt betri manneskju.

Hún hjálpaði mér ekki bara með uppkast af uppskriftinni heldur bauð hún mér einnig að nota Love Story garnið hennar sem hún gaf mér sem brúðkaupsgjöf. Ég er svo ánægð að hafa fengið þetta æðislega Love Story garn því að kjóllinn er mun fíngerðari og fallegri en einnig mýkri en hefði ég notað Einband. 

Ég féll gjörsamlega fyrir Love Story garninu! 

Fyrsta uppkastið af kjólnum var Barbie dúkku kjóll sem ég prjónaði að gamni en sá fljótt að ég myndi vilja gifta mig í svipuðum kjól.

Af hverju trúðaBarbie?

Hér er ástarsagan mín.

Ég var einstæð móðir með þrjú börn. Ég sá auglýstann viðburð sem vinur minn var að vinna að sem hét Coney Iceland. Ég hafði mjög sterka þörf fyrir að fara á þennan viðburð en þennan dag hafði mér verið sagt upp vinnu hjá Icelandair vegna niðurskurðar og ég var blönk og átti ekki fyrir því, svo að ég bað Axel vin minn um að setja mig á gestalista í staðin fyrir að taka myndir fyrir hann og hina listamennina.

Hann sagðist þurfa að tala við Jelly Boy the clown, því að hann væri sá sem að sæi um og ætti hugmyndina af þessum viðburði. Jelly Boy sagði að sjálfsögðu já því að Axel var jú hluti af sýningunni og hann átti rétt á nokkrum gestum. Ég var mjög ánægð að fá að koma, reddaði mér pössun og sá í fyrsta sinn alvöru Freak Show! Þar sá ég hina stórkostlegu Sage Sovereign eldlistakonu leika listir með eld, þar var einnig nátturlegt furðufugl (aðall Freak showa) Velvet Crayon sem fór á kostum með tónlist og söng og endaði síðan á að dansa og klæða sig úr fötunum (hann er með Brittle bones disease) og furðulegasta og fyndnasta trúð sem ég hef nokkru sinni séð Jelly Boy the clown. Hann var ekki bara fyndin og sniðugur heldur ásamt þvi að vera kynnirinn þá gleypti hann sverð og nelgdi trúða nefi í nefið á sér svo eitthvað sé nefnt. Ég var yfir mig hrifin af þessari nýju tegund skemmtunar sem ég hafði aldrei séð áður. Ég varð að tala við þau og hann, ég fór baksviðs til þess að þakka þeim öllum fyrir magnaða sýningu og bað þau um að fá að taka nokkrar myndir af þeim. Svo bauð ég Jelly Boy að koma út í smók með mér, við duttum strax inní djúpar samræður um allt mögulegt skemmtilegt þar sem m.a. Komst ég að því að hann væri að vinna við að gleypa sverð og gera alla þessa undarlegu og hættulegu hluti 8 klukkustundir á dag á sumrin í Coney Island , Brooklyn, New York! Ég gat varla trúað því! Að einhver gæti gert þetta svona oft á dag. 

Þegar ég er að fara og kasta kveðju yfir hópinn þá stoppar Jelly Boy mig og spyr mig um símanúmerið mitt, ég svara “ finndu mig bara á Facebook, það ætti ekki að vera erfitt, við eigum nokkra sameiginlega vini”. Seinna sagði hann mér að það hafi verið eins og að engill hafi slegið hann utan undir og sagt honum að fá símanúmerið mitt. Sama kvöld sendi hann mér skilaboð til að spyrja hvort ég vildi hitta hann í kaffi daginn eftir, við enduðum á því að fara á Public House og fá okkur mat í staðinn þar sem að við höfðum bæði drukkið of mikið kaffi yfir daginn og gleymt að borða. Við eyddum eins miklum tíma saman og við gátum það sem eftir var af dvölinni hans hér á landinu milli þess að sinna börnum, skóla og hann sýningu. Við tengdumst strax mjög sterkum böndum og kynntumst ótrúlega hratt, skiptumst á sögum úr ævintýra ríkum lífum okkar og þegar hann fór þá fann ég að ég saknaði hans meira en ég hef nokkru sinni saknað einhvers og hann mín. Vegna þess að hann hafði engan möguleika á að koma aftur til íslands strax þá bauð hann mér að koma með sér og Freak showinu á ferðalag um Bandaríkin þar sem við keyrðum í gegnum 7 fylki á 7 dögum, í þessari ferð þá áttuðum við okkur á því að þrátt fyrir allt sem í vegi okkar stóð þá vildum við vera saman, við vorum ástfangin upp yfir haus!

Ég komst fljótt að því að það að prjóna sinn eigin brúðarkjól er ekki mjög algengt og það var tekið viðtal við mig um kjólinn í fréttablaðinu. Þegar ég var spurð af hverju ég ákvað að prjóna minn eigin brúðarkjól þá fattaði ég að það hafði aldrei neitt annað hvarflað að mér, ég elska ull og svo bý ég á Íslandi og að prjóna og skapa er ástríða mín í lífinu svo hvernig hefði ég getað gert eitthvað annað en að prjóna brúðarkjólinn minn!

Hér má nálgast viðtalið við mig í fréttablaðinu.

Það tók mig u.þ.b 30 daga að prjóna kjólinn, prjónaði 3-5 klukkutíma á dag.

Fyrst leit ekki út fyrir að ég myndi passa í kjólinn,

 En svo strektum við auðvitað á honum, Hélène hjálpaði mér við það. Ég hafði aldrei strekkt neitt svona stórt áður. 

Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna !

Ég hef verið að hugsa um að pjona þennan kjól í fleiri litum því að mig langar að eiga einn fyrir önnur tilefni. 

Er áhugi fyrir uppskriftinni ? Setjið athugasemd fyrir neðan.

Gagnlegir hlekkir

2 thoughts on “Ástarsaga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.